Extra sæt partýtrix

Hér eru leyndarmál förðunarmeistara sem gerir okkur extra sætar og lætur förðunina haldast á sínum stað fram á rauða nótt.

Extra sæt partýtrix

Hér eru leyndarmál förðunarmeistara sem gerir okkur extra sætar og lætur förðunina haldast á sínum stað fram á rauða nótt.

Þið hafið væntanlega heyrt það nokkrum sinnum áður en undirbúningur fyrir farða skiptir miklu máli. Húðin þarf að vera vel nærð og ekki er verra að nota farðagrunn með ljómandi áferð til þess að gefa húðinni frísklegt yfirbragð. Við elskum Glowing Base frá Sensai.

Góður farði er gulls ígildi og margir frábærir komnir á markað upp á síðkastið. Ef þú ert að leita að algerri prinsessuvöru þá er Parure Gold frá Guerlain með ómótstæðilegum ljóma en þekur á sama tíma ótrúlega vel.

Galdurinn á bakvið ljóma sem margir förðunarmeistarar framkalla svo einstaklega vel felur í sér notkun á highlighternum Shimmering Skin Perfector frá Becca. Prófaðu að nota hann í fljótandi formi með rökum förðunarsvampi eins og þeim frá Real Techniques og dúmpaðu á kinnbeinin, niður nefið, fyrir ofan efsta part augabrúnanna og efri vör. Smá á viðbeinið ef þú ert í stuði. J-lo hvað!

 Trikkið við að fá augnskugga til að haldast á allan daginn og fram á rauða nótt er einfalt. Nokkurn veginn hver einasti förðunarmeistari notar svokölluð Paint Pot frá MAC. Kremaðir augnskuggar sem eru einnig besti grunnurinn fyrir púðurkennda augnskugga. Liturinn Groundwork er hinn fullkomni skuggalitur. 

Ef þú vilt fágaðan glans á augun eða “fullorðinsglimmer” sem er einstaklega flatterandi mælum við með Aura Dew frá Shiseido en svampkenndi glimmerskugginn býr nánast til “wet look” á augnlokin sem eru svo móðins um þessar mundir. Notist á mitt augnlokið og jafnvel í augnkrókinn fyrir auka krydd.

Gel-setter yfirlakkið frá Essie gefur nöglunum “pró” útlit og heldur naglalakkinu fallegu lengur en ella. Við mælum eindregið með.

Augabrúnirnar ramma andlitið inn og ekki sjálfgefið að finna lit við hæfi. Við mælum með Couture Brow-augabrúnaskrúfblýöntunum frá YSL en þeir koma í litatónum fyrir allar konur. Einnig er gott að nota litaða augabrúnagelið úr sömu línu til að ýfa brúnirnar upp og halda þeim á sínum stað yfir daginn.

Gerviaugnhár gera heilmikið fyrir augnumgjörðina og gaman að nota þau við fínni tilefni. Nú er hægt að fá ódýr og ferlega góð augnhár í Lyfju eða Hagkaup. Við mælum með Kiss-augnhárunum en þau eru einstaklega náttúruleg.

Ef þú ert með olíukennda húð og leitar að púðri til að “setja” förðunina án púðurkenndrar áferðar mælum við með lausa “ósýnilega” púðrinu frá Sensai.

All Nighter-farðaspreyið frá Urban Decay fær allt til að haldast á sínum stað frameftir öllu.

Góður varablýantur rammar varirnar fallega inn, stækka þær og hjálpa varalitnum að haldast á sínum stað lengur. Subculture frá MAC er vinsæll litur sem gengur með öllum varalitum.

Gervibrúnka er nánast nauðsynleg þegar húðin okkar er grá og guggin eftir langan vetur. Við elskum náttúrulega brúnkuspreyið frá Marc Inbane sem gefur einstaklega fallegan lit og er auðvelt í notkun.

Gervibrúnka er nánast nauðsynleg þegar húðin okkar er grá og guggin eftir langan vetur.

Meira spennandi

Langar þig í lengri augnhár eða þykkara hár?

Mest selda augnháraserumið í Sephora heitir GrandeLASH-MD. Það fæst núna í Hagkaup í Smáralind og það virkar! Augnhárin verða...

Förðunarfræðingur mælir með frá Guerlain (og 20% afsláttur!)

Fyrir nokkrum árum kom ilmurinn Mon Guerlain á markað og við fengum að kynnast honum og sögunni á bakvið...

Bestu farðarnir í bransanum

Lituð dagkrem Complexion Rescue frá bareMinerals er gelkennt litað dagkrem sem gefur létta þekju og fallegan ljóma á...

Bjútífúl brúnir

Augabrúnirnar ramma augun inn og eru mikil andlitsprýði. Ýmsar vörur hafa komið á markað síðustu árin eftir að þær...

Haustförðun 2020

Klassísk fegurð Steldu lúkkinu Augnskuggapallettan Grand Bal 539 frá Dior.Aura Dew augnskuggi og highlighter...

Þess virði að kaupa á Tax Free að mati förðunarfræðings

Húð Þetta serum kom okkur skemmtilega...

Sérfræðingur frá Shiseido mælir með snyrtivörum (og 20% afsláttur!)

Við byrjum á því að spyrja Natalie hvað væri að finna í snyrtibuddunni hennar ef hún mætti bara velja fimm hluti....

Það besta frá DIOR (og 15% afsláttur!)

Augnskuggaformúlan frá Dior er talin vera með þeim allra bestu í bransanum. Silkimjúkur skugginn rennur...

Sexí smokey á 2 mínútum (og leynivopnið er á Tax Free)

Munurinn á sexí smokey-förðun (þeirri sem maður getur séð fyrir sér franskar konur aðhyllast) og amerískri prom-förðun...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.