Nýjar uppgötvanir og bestu snyrtivörurnar á Tax Free

Við fáum ekki nóg af því að mæla með bestu snyrtivörunum. Okkur finnst Tax Free af snyrtivörum í Hagkaup Smáralind fínasta afsökun til að tala um uppáhalds nýju uppgötvanirnar okkar. Þið megið bara þakka okkur seinna!

Nýjar uppgötvanir og bestu snyrtivörurnar á Tax Free

Við fáum ekki nóg af því að mæla með bestu snyrtivörunum. Okkur finnst Tax Free af snyrtivörum í Hagkaup Smáralind fínasta afsökun til að tala um uppáhalds nýju uppgötvanirnar okkar. Þið megið bara þakka okkur seinna!

Ein uppáhalds nýja uppgötvunin okkar er Waso Yuzu-C Beauty Sleeping maskinn frá Shiseido. Hann inniheldur meðal annars C-vítamín og gelkennd formúlan er dásamleg viðkomu. Það sem mikilvægara er er sú staðreynd að við vöknum með mjúka og ljómandi húð sem er augljóslega nærð og hamingjusöm. Mælum 100% með!
It Cosmetics hefur í samstarfi við húðlækna framleitt virkar húðvörur sem virka! Hello Results inniheldur Glycolic Peel og olíu sem endurnýjar húðina, losar dauðar húðfrumur og nærir á sama tíma. Við mælum líka með því að skoða húðvörurnar frá It Cosmetics í heild.
Salicylic Fix tónerinn frá Nip+Fab er orðinn fastagestur í húðrútínunni okkar. Salisýlsýra hreinsar húðina, minnkar líkur á stífluðum húðholum og bólum. Brilljant í húðrútínuna á undan serumum og kremum. Fæst á góðu verði í Hagkaup.
Total Eye Treatment frá Sensai er dásamleg augnrútína sem hefur stolið hjörtum okkar eins og allt annað sem við prófum frá vörumerkinu.

Teint Idole Ultra Wear All Over hyljarinn frá Lancôme hefur slegið í gegn hjá bjútígúrúum um heim allan og ekki erfitt að sjá ástæðuna fyrir vinsældunum. Við erum nokkuð vissar um að allir munu kunna að meta einstaklega létta formúluna sem er eins og draumur á húðinni.

Við erum í eilífðarleit að hinum fullkomna highlighter. Forever Couture Luminizer frá Dior kemur sterklega til greina. Gefur ómótstæðilegan ljóma á húðina sem við sækjumst öll eftir og ekki skemma fannsí umbúðirnar fyrir!

Við þreytumst ekki á því að tala um Synchro Skin Radiant Lifting farðann sem einn allra besta farða allra tíma. En primerinn í línunni hefur einnig náð að stela hjörtum okkar en hann býr til blörraðan effekt á húðina og við erum ekki frá því að farðinn haldist einnig lengur á húðinni. Soft Blurring Primer frá Shiseido fær því fullt hús stiga frá okkur.

Hin fullkomna húðtvenna!

Við vorum ekki vissar þegar við prófuðum Supra Lift & Curl-maskarinn frá Clarins fyrst. Nú erum við fallnar fyrir honum en hann þykkir og lyftir augnhárunum vel og vandlega. Passið bara upp á að það sé ekki of mikið á burstanum þegar maskarinn er borinn á.

Ritstjórn HÉRER er kolfallin fyrir nýjasta Flora ilminum úr herbúðum Gucci. Tékkið á honum og þið munið sannfærast!

Hinn fullkomni vetrarrakspýri er hugsanlega fundinn í nýjasta ilminum Hero frá Burberry. Minnir okkur á notalegheit og rómantískt rökkrið sem fylgir árstíðinni.

Liturinn Grace frá Dior er orðinn staðalbúnaður á nöglunum okkar í vetur.
No Haircut Cream frá L´Oréal er brilljant hárkrem sem gefur endunum heilbrigt útlit. Mælum með!

Hér má finna aragrúa í viðbót af góðum snyrtivöruráðleggingum!

Tax Free af snyrtivörum í Hagkaup Smáralind á Miðnæturopnun í dag, miðvikudag.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.