
Light Blue frá Dolce & Gabbana er goðsagnakenndur ilmur sem við tengjum mörg við sól og sumar í kringum aldamótin. Nú er komin ný og hrikalega fersk útgáfa, Light Blue Forever, og karlailmurinn er sjúklega sexí!




Sturtugel
Gott er að eiga frískandi sturtugel sem virkar jafnt á líkama og hár.

Andlitshreinsir
Mikilvægt er fyrir karlmenn, alveg eins og konur, að þrífa húðina vel eftir daginn og einnig er gott að byrja daginn á því. Þess vegna er góður andlitshreinsir klár kaup.

It Cosmetics-snyrtivörurnar eru nýkomnar til landsins og hafa reynst öllum kynjum einstaklega vel.
Augnkrem
Svæðið í kringum augun er það þynnsta á andlitinu og því nauðsynlegt að eiga eitt stykki augnkrem.
Virkt, kælandi augnkrem frá Biotherm. Augnkremið frá It Cosmetics birtir yfir augnsvæðinu.
Virkar húðvörur
Karlar ættu að vera duglegir að nota svokallaðar virkar húðvörur upp úr 25 ára aldri. Þar kemur til dæmis Retinol-krem sterk inn en það er eitt fárra innihaldsefna sem hefur sannað virkni sína á fínar línur, litabreytingar og hrukkur.


Önnur spennandi virk krem



Brúnka í brúsa!
Karlmenn vilja líka vera frísklegir og útiteknir. Hér eru þær vörur sem mennirnir í okkar lífi mæla eindregið með.


Svitalyktareyðir
Klassísk kaup á Tax Free!
Aquafitness frá Biotherm. Ronaldo mælir með þessum! Eilífðarklassík frá Jean Paul Gaultier.
Sjáumst á síðasta degi Tax Free í Hagkaup, Smáralind!