Fara í efni

Þetta er það heitasta í hári í dag

Fegurð - 5. nóvember 2021

Hér er hárstíllinn sem hefur sprengt Internetið!

Ef þig vantar innblástur að klippingu og hárgreiðslu eigum við nóg til! Sjáðu fyrir þér Cindy Crawford í Pepsi-auglýsingunni á tíunda áratugnum. Cher í Clueless með sína íkonísku hársveiflu eða ef þú vilt nýrra refferans sem allir krakkarnir í dag eru að missa sig yfir, kíktu á hina sænsku Matilda Djerf á Instagram. Leitarorðið Curtain Bangs hefur sprengt Internetið!

Hversu fab er Michelle Pfeiffer?

Steldu lúkkinu

Texturizing sprey er eins og svissneskur vasahnífur hárvara. Það hreinlega gerir allt sem þér gæti dottið í hug (nema vaska upp og setja í vél!). Þessi sniðugu áferðasprey gera allt frá því að gefa lyftingu og leyfa þér að sleppa hárþvotti í nokkra daga yfir í að lengja líftíma hárblásturslúkksins og halda uppgreiðslum á sínum stað.

Texturizing sprey frá Moroccan Oil.

Við förum ekki langt án þurrsjampós sem gerir allt að ofantöldu.

Sky High Volume þurrsjampó frá Toni & Guy sem fæst í Hagkaup, Smáralind.

Þessi hitarúllubursti fæst á cultbeauty.com og kostar 79 evrur.
Hair Volume sjampó frá New Nordic, Lyfja, 3.272 kr.

Við erum orðnar húkt á hitarúllubursta til þess að fá næntís blásturslúkk á innan við fimm mínútum. Hárið þarf að vera um 80% þurrt áður en byrjað er. Ef þú ert með „curtain bangs“-topp þá er best að rúlla upp og tilbaka.

Youtube-kennsluvídjó

Top Tips!

Hér eru nokkur hár tips sem við stálum frá hárgreiðsluséníum.

Sofðu með silkiteygju

Hvort sem hárið okkar er slétt, krullað eða liðað missum við fyllingu á nóttunni. Þess vegna segja hársérfræðingar að það sé góð hugmynd að sofa með tagl efst á höfðinu en það gefur hárinu extra fína fyllingu sem endist lengur en ella. Mikilvægt er að nota silkiteygju, sem slítur ekki hárið.

Sofðu með silkiteygju í háu tagli til að fá fyllingu í hárið!

Murad haustið 2021. Mynd: IMAXtree.

Hættu að fikta!

Hárgreiðslufólk tekur gjarnan eftir því að hárið er oft slitnara öðrum megin, eða þeim megin sem við fiktum meira í því yfir daginn. Stöðugt fikt getur orðið til þess að skemmdir framkallast með tíð og tíma, því er gott ráð að vera meðvitaður um að fikta minna til að halda hárinu sem heilbrigðustu.

Áreynslulausir liðir

Til að framkalla áreynslulausa liði sem endast vel er sniðugt að skipta hárinu í fjóra parta, tvo að framan og tvo að aftan. Flétta allt saman, losa flétturnar örlítið eftir að teygjan hefur verið sett í og fara yfir flétturnar með sléttujárni. Hvern part má “slétta” í sirka fimm sekúndur en ekki á hærri hita en 185 gráðum. Að lokum tekur maður teygjurnar úr, rennir í gegnum hárið með fingrunum og spreyjar þurrsjampó í rótina. Saltsprey og texturizing sprey gefa hárinu extra fyllingu. Til að fá “ófullkomnara” rokk og ról-lúkk er sniðugt að hafa flétturnar misstórar.

Áreynslulausir liðir eru málið. Prófaðu að flétta hárið í fjóra parta og nota sléttujárn yfir þær til að framkalla lúkkið.

Max Mara haustið 2021. Mynd: IMAXtree.

Cool it!

Mjög heitt vatn á það til að þurrka hárið þar sem náttúrulegar olíur hársins glatast við heitan hárþvott. Prófaðu að minnka hitann í sturtunni-hárið þitt mun þakka þér fyrir!

Forðastu flóka

Flestir nudda sjampói frá rót og niður í enda en það getur flækt hárið sem aftur veldur slitum. Best er að nudda sjampói í rótina eingöngu og leyfa því að leka niður í enda, það ætti að vera alveg nóg.

Forðastu of heitt vatn í sturtunni og notaðu sjampó eingöngu í rót hársins.

Tod´s haustið 2021. Mynd: IMAXtree.

Góður hárdagur gerir allt betra!

Meira úr fegurð

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum

Fegurð

Eitt vinsælasta húðvörumerki heims komið í Lyfju og það er á frábæru verði!