Brot af því besta á útsölu

Við stóðumst ekki mátið og kíktum á útsölur í Smáralind. Hér má finna brot af því besta.

Brot af því besta á útsölu

Við stóðumst ekki mátið og kíktum á útsölur í Smáralind. Hér má finna brot af því besta.

Klassískur blazer, fullkominn yfir gallabuxur og stuttermabol í sumar. Zara, 6.995 kr.

Það eru góð kaup í rykfrakka enda passar hann við nánast allt og gengur yfir allar árstíðirnar á Íslandi. Við getum persónulega 100% mælt með þessum. Hér að neðan sést hann á módeli. Verð fyrir: 34.990 kr. nú á 50% afslætti í Selected, Smáralind.

Æðislegur leðurjakki úr karladeild Selected en við gætum alveg hugsað okkur að stela honum af kærastanum. Verð fyrir: 39.990 kr. nú á 50% afslætti í Selected, Smáralind.

Sumarlegur og sætur blazer úr karladeild Zara, 6.995 kr.

Bundinn kjóll sem smellpassar með í sumarfrí og sól! Monki, 2.500 kr.

Það er alveg greinilegt hver litur sumarsins 2020 er. Þessi er úr Weekday og kostar 5.450 kr. á útsölunni.

Bitz-stellið í grænu á 25% afslætti í Líf og list.
Smart blómavasar og aðrir skrautmunir fyrir heimilið frá 300 kr. í H&M Home.

H&M Home er með allskyns gersemar á góðum díl.

Smart taska úr herradeild Zara, 3.995 kr.

Þessir lekkeru leðurskór mættu gjarnan rata heim með okkur. Þeir fást í Kaupfélaginu.

Við sjáum alveg betri helminginn fyrir okkur í þessum dásamlega rúskinnsjakka. Hann var áður á 39.990 kr. en nú á helmingsafslætti í Selected, Smáralind.

Smart gallaskyrta á 40% afslætti í Levi´s. Áður á 10.990 kr.

Ómótstæðilega dúllulegur blómakjóll á litlu konuna. Barnadeild Zara, 2.995 kr.

Þessi rennda Nike-peysa er frábær ræktarfélagi! Nú á 30% afslætti í Air, Smáralind.

Það væri kannski sniðugt að hugsa aðeins fram í tímann og fjárfesta í góðri úlpu fyrir veturinn á geggjuðum díl. Helly Hansen klikkar ekki! Nú á 40% afslætti í Icewear Magasín í Smáralind.

Besti ferðafélaginn! Penninn Eymundsson, 999 kr.

Nú er 25% afsláttur af ÖLLU fyrir stóra stráka í Dressmann XL.

Þægilegir strigaskór á krakkana verða að teljast góð kaup. Þessir Nike og Adidas-skór eru á 30 og 40% afslætti í Útilíf, Smáralind.

Sætustu sundfötin á helmingsafslætti í Name it.

Sjáumst á útsölunni í Smáralind!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.