Vinningshafar í Sparidress Smáralindar

Hera Dögg Hjaltadóttir og fjölskylda eru vinningshafar í samfélagsmiðlaleiknum Sparidress Smáralindar en þau klæddust öll fatnaði og fylgihlutum úr Smáralind um jólin. Við fengum Heru í örlítið spjall sem var skiljanlega í sæluvímu með 100.000 króna gjafakortið úr Smáralind og er strax farin að láta sig dreyma um það hvernig hún getur nýtt það sem best.

Vinningshafar í Sparidress Smáralindar

Hera Dögg Hjaltadóttir og fjölskylda eru vinningshafar í samfélagsmiðlaleiknum Sparidress Smáralindar en þau klæddust öll fatnaði og fylgihlutum úr Smáralind um jólin. Við fengum Heru í örlítið spjall sem var skiljanlega í sæluvímu með 100.000 króna gjafakortið úr Smáralind og er strax farin að láta sig dreyma um það hvernig hún getur nýtt það sem best.

Hera lýsir fatastíl sínum sem miklum andstæðum. Dagsdaglega sé hún mjög hversdagsleg en heillast að dömulegum og klassískum fatnaði þegar hún klæðir sig upp á. „Falleg föt, kjólar, hælaskór og allt sem glitrar heillar mig, “ segir Hera sem vinnur á leikskóla og er því vinnunnar vegna oftast í þægilegum og mjúkum hettupeysum og segist oftar en ekki enda í íþróttafötum. Hún vonar þó að það breytist þegar aðstæður í þjóðfélaginu batna og öruggt er að fara meira út á meðal fólks.

sparidress smáralindar hér er
Hera segir að hún og dætur hennar, þær Helen Angelía 6 ára og Hildur Mey 4 ára séu kjólasjúkar og því alsælar með fallegu glimmerkjólana sína sem mamman kolféll fyrir úr Name It í Smáralind. „Verslunin Name It er í uppáhaldi á börnin, þar eru mjög vönduð föt sem skiptir mig miklu máli. Svo er Zara líka alltaf í uppáhaldi.“

Það sem gladdi mig mest er að sonur okkar, Heiðar Krummi 7 ára, vildi klæðast jakkafötum um jólin, sérstaklega þar sem hann hefur ekki viljað vera fínn í nokkur ár. Það var því ekki annað í stöðunni en að velja dress á hann frá toppi til táar í Zöru.

Uppáhaldsbúðin mín er Vila, fötin þaðan eru svo falleg. Það er hrikalega freistandi að sjá vikulegu sendingarnar á Facebook enda alltaf eitthvað sem mig langar í þaðan!

Hvað er á óskalistanum?

Ég þrái (p)leðurjakka og svarta, fína skó.

En hvað þarf alltaf að vera til í fataskápnum að mati Heru?

Gallabuxur og flottur jakki, það er svo auðvelt að klæða það dress upp og niður með bol, skyrtu og skóm.

Við komum ekki að tómum kofanum þegar við spyrjum Heru hvað sé besta ráðið hennar til að ná góðri jólamynd af fjölskyldunni.

Besta ráðið er að sætta sig við að það er nánast ómögulegt að ná góðri mynd af öllum með þrjá gríslinga. En til að ná sem bestu myndinni virkar oft vel að múta! Miðbarnið okkar var til dæmis ekkert sérlega til í þessa jólamyndatöku en hún fékk að launum að velja fyrsta pakkann í ár.

Hera, Haukur, Helen Angelía, Hildur Mey og Heiðar Krummi.

En hvað er svo á óskalista mömmunnar?


„Jiii, mig langar í svo margt! Mig dreymir um nýja Apple-úrið en þá færi vinningurinn bara í einn hlut. Fyrir mig persónulega þá væri ég til í nýja kápu, skó og eitthvað mjúkt og gott úr Air. Svo væri ég til í Iittala-trébrettin eftir Alvar Aalto sem fást í Líf og List, eða Bourgie-lampann frá Kartell sem fæst í Dúka. Ég mun allavega ekki vera í neinum vandræðum með að finna margt og mikið til að versla. Svo mun restin af fjölskyldunni auðvitað líka fá að njóta góðs af,” segir Hera að lokum í sæluvímu með 100.000 króna gjafakortið úr Smáralind.

Fatnaður Heru og fjölskyldu

Fatnaður Heru: Aurora-glimmerkjóll úr Vero Moda.
Skór frá Tamaris úr Hagkaup.
Eyrnalokkar úr SIX.
Hálsmen og hárspöng úr H&M.
Varalitur frá MAC.
Hjólabuxur og toppur úr Air.
Fatnaður Hauks: jakkaföt, skyrta og skór úr H&M.
Fatnaður Heiðars Krumma: jakkaföt, skyrta og skór úr Zara.
Fatnaður Helenar og Hildar: kjólar úr Name It, sokkarbuxur, skór og hárspöng úr H&M.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.