Søstrene Grene nýtur mikilla vinsælda meðal fagurkera og spennan fyrir nýjum línum þeirra oft mikil. Nú á dögunum kom út barnaherbergislína sem þykir með eindæmum smart.

Dásamleg litagleði og hugmyndafluginu gefinn laus taumur. Nú fæst sívinsæli velúrstóllinn einnig í barnastærð í versluninni í Smáralind.
Leikmotta í tískulit sumarsins.
Fyrir þá sem ætla að njóta þess að vinna og leika í garðinum í sumar er þessi nýja garðlína spennandi og á margan hátt nytsamleg.
Blómapottar og körfur úr náttúrulegum efnivið eru málið. Körfurnar eru á margan hátt nytsamlegar. Þessi er á óskalistanum.
Allt fyrir garðyrkjuna. Býflugurnar eru mikilvægar. Hyrsla og borð í einni mublu. Teppi og púðar eru nauðsynlegir til að „hygge“ í garðinum. Fallegar luktir gefa garðinum smart yfirbragð. Komum út að leika! Lautaferð úti í garði er góð hugmynd.
Það þarf ekki að vera flókið að búa til ævintýraheim fyrir börnin.
Hægt er að sjá úrvalið og verð í nýrri vefverslun: sostrenegrene.is