Fara í efni

Haustlína Søstrene Grene-sú flottasta hingað til?

Heimili & hönnun - 6. september 2021

Haustlína Søstrene Grene hefur sjaldan verið jafn hugguleg. Við erum sérstaklega skotnar í risastórum ljósum úr ríspappír, haustlegum litatónunum og stólum með mjúkri áferð sem hreinlega umvefja mann hlýju.

Línan ber heitið Harmony og inniheldur ný húsgögn og alls kyns hluti fyrir heimilið úr náttúrulegum efnum og mjúkum litatónum sem systurnar hafa skapað en megintilgangurinn er að njóta augnabliksins. Í línunni er einnig að finna keramik- og glervörur auk nýrra veggskreytinga og veggspjalda sem gerð eru úr FSC®-vottuðum pappír. Vörurnar fara í sölu í Søstrene Grene í Smáralind um miðjan september.

Trendin í haust

Línan endurspeglar vel helstu trend haustsins en mjúkir litatónar og náttúruleg efni halda áfram að ráða ríkjum. Ljós úr hríspappír í alls kyns útgáfum hafa sjaldan verið vinsælli og því stærri því betri! Bast í alls kyns birtingarmyndum heldur áfram að vera vinsælt og grófar en mjúkar handofnar mottur eru málið í haust. Litað gler heldur einnig áfram að vera vinsælt.

Himinn og jörð

Vinsælustu litirnir í haust eru jarðlitir ásamt ljósbláum litatónum. Þar má með sanni segja að himinn og jörð mætist á skemmtilegan hátt. Jarðlitir í mjúkum tónum hafa verið mjög vinsælir síðustu misseri en blái liturinn virkar eins og hressandi vítamínsprauta með þeim tónum.

Kósíheitin í hámarki hér.

Tími kerta, kósíheita og samverustunda

Eftir síðasta ár hafa margir áttað sig á því hversu mikilvægt það er að geta notið samverunnar heima við. Áhugi almennings á innanhússhönnun hefur aukist mjög og endurspegla trendin þann áhuga sem miðast helst við að heimilið sé griðastaður sem ýtir undir afslappað andrúmsloft og skiptir þar lita- og efnisval öllu máli. Tími kertanna er svo sannarlega hafinn enda eru þau góð leið til þess að lýsa upp skammdegið sem framundan er. Snúin kerti halda áfram að vera vinsæl og það gera kerti með rifflaðri áferð einnig.

Snúin og riffluð kerti halda áfram að vera vinsæl.
Falleg kerti og kertastjakar setja stemninguna á haustmánuðum.

Hlýlegt og fallegt fyrir eldhúsið

Skemmtilegir skrautmunir fyrir eldhúsið eru áberandi í haustlínunni.

Skemmtilegar skálar fyrir matarboðið.
Hlýlegt og fallegt fyrir eldhúsið.

Haustlína Søstrene Grene kemur í verslunina í Smáralind um miðjan september.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben