Stílisti velur brot af því besta á Kauphlaupi

Hér er það sem er á óskalista stílistans okkar af Kauphlaupinu sem er í gangi í Smáralind þessa dagana. P.S. Það er hægt að gera þrusugóð kaup á Tom Ford og fleiri félögum.

Stílisti velur brot af því besta á Kauphlaupi

Hér er það sem er á óskalista stílistans okkar af Kauphlaupinu sem er í gangi í Smáralind þessa dagana. P.S. Það er hægt að gera þrusugóð kaup á Tom Ford og fleiri félögum.

Ultima Thule-línan er til á mörgum heimilum og eflaust margir sem vilja bæta við safnið. Það munar um 20% afsláttinn! Fæst í Líf og list.

Tom Ford er svo meðidda þegar kemur að sól-og gleraugnahönnun. Það er ekki oft sem 25% afsláttur býðst af hönnun goðsins. Nú á Kauphlaupi í Optical Studio. Þessi týpa rýkur beint upp óskalistann okkar.

Rosemunde-topparnir eru alltaf til í fataskápnum okkar enda snilld undir skyrtur eða einir og sér við vinnudragtina eða gallabuxurnar. Nú á 20% afslætti í Karakter.

Þetta Maurice Lacroix-úr er búið að verma óskalistann okkar í meira en ár. Nú eru öll úr á 20% afslætti í Jóni og Óskari. (Verð fyrir 123.700 kr.)

Fötin frá Esprit eru klassísk og standast tímans tönn. Nú eru allar yfirhafnir þar á 25% afslætti. Þessi fallegi rykfrakki mætti gjarnan rata í fataskápinn okkar. Verð með afslætti: 18.746 kr.

Leðurskór sem verma óskalistann

Við elskum barnavörurnar frá OYOY Living Design sem fást hjá Dúka. Nú á 15% afslætti.

Verslunin Selected er í uppáhaldi hjá okkur enda fást þar gæðaföt fyrir bæði kynin. Nú eru margar nýlegar vörur á 50% afslætti hjá þeim. Við segjum ekki nei við því! Verð á yfirhöfninni með 50% afslætti: 19.990 kr.

Peysurnar frá Bruun & Stengade eru æðislegar og núna á 40% afslætti í Herragarðinum. Þar er líka 2 fyrir 1-díll í gangi á Kauphlaupinu.

Andlitsmaskarnir og Body Butter-in frá The Body Shop eru margrómuð. Nú á 25% afslætti.

Þrjár fallegar og praktískar skálar frá Rosendahl á 35% afslætti í Líf og list. Nú: 5.190 kr.

Hægt er að sjá öll Kauphlaups-tilboðin inni á Smáralind.is.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.