Tilboð á Kauphlaupi sem erfitt er að standast

Kauphlaup Smáralindar stendur yfir dagana 30. september til og með 6. október. Við fundum dílana sem erfitt er að standast.

Tilboð á Kauphlaupi sem erfitt er að standast

Kauphlaup Smáralindar stendur yfir dagana 30. september til og með 6. október. Við fundum dílana sem erfitt er að standast.

Það er fátt betra í okkar bókum en að vakna og sofna í nýjum rúmfötum beint úr þvottavélinni. Þess vegna eigum við auðvelt með að réttlæta kaup á einu setti á Kauphlaupsdíl.

Sætu Södahl-rúmfötin eru á 30% afslætti í Líf og List á Kauphlaupi. Áður: 10.980 kr, nú: 7.680 kr.

Þegar sólgleraugu frá Prada, Bottega Veneta, Fendi, Cartier, Saint Laurent, Victoria Beckham, Chanel, Celine og félögum er á 20% afslætti þarf ekki að segja okkur það tvisvar!

Öll sólgleraugu eru á 20% afslætti á Kauphlaupi hjá Optical Studio, Smáralind.

Þessi sjúklega chic jakki er búinn að vera á óskalistanum okkar mjög lengi, sem þýðir bara eitt. Hann eldist vel! Tilvalið að kaupa hann á spottprís á 40% afslætti á Kauphlaupi. Verð fyrir: 22.990 kr, nú: 9.990 kr.

Praktískir hlutir eins og pottar og pönnur eru pottþétt kaup á Kauphlaupi.

Það þarf ekkert sérstaklega að selja okkur að kaupa Body Butter og maska frá The Body Shop. En það er ekki verra þegar maður fær 20 og 25% afslátt.

Barnaúlpur á dúndurdíl!

Þessar fallegu flíkur á betri helminginn eru á 40% afslætti í Selected.

Neglurnar á okkur hafa aldrei verið lengri, sterkari eða fallegri eftir að við kynntumst Nailberry. Mælum með The Cure til að styrkja neglurnar og uppáhalds Nude-litnum okkar sem heitir Candy Floss. Svo inniheldur línan líka dásamlegt litaúrval sem erfitt er að finna annars staðar og smellpassar inn í jólavertíðina sem er framundan. Nailberry er á 15% afslætti á Kauphlaupi í Dúka, Smáralind.

Hægt er að sjá öll Kauphlaupstilboðin inni á Smáralind.is

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.