Körfur spila stóra rullu í vorlínunni enda hafa þær víðtækt notagildi. Svo eru þær bara svo smart og gefa heimilinu hlýlegan og heimilislegan blæ.
Púðar, kertastjakar, blómavasar og aðrir smáhlutir gefa heimilinu karakter. Stundum eru smáatriðin aðalatriðið.
Falleg form eru á smáhlutunum úr vorlínu H&M Home.
H&M Home er alltaf með nýjustu strauma í innanhússhönnun á hreinu. Náttúrulegur efniviður er áberandi í vorlínu þeirra, bastkörfur og hörrúmföt. Litapallettan er einnig áberandi nútral.