Fara í efni

Jólin í H&M Home

Annað - 4. nóvember 2021

Nóvember er rétt að byrja og þið kannski komin með upp í kok af því að heyra að jólin byrji hér og þar og allstaðar í ólíklegustu búðum bæjarins. Við ætlum ekki að segja neitt þvíumlíkt heldur langaði okkur bara að leyfa ykkur að njóta hátíðarlínu H&M Home sem kitlaði jólaálfinn innra með okkur.

Holiday-línan er annars vegar með ekta skandinavísku yfirbragði, kremuðum og beislituðum smáhlutum sem við Íslendingar eigum án efa eftir að fíla vel. Hinsvegar er líka hægt að jóla yfir sig á gamla mátann með rauðum og hvítum púðum sem óska gleðilegra jóla og hvaðeina.

Mínimalískur skandí-stíll

Við hefðum ekkert á móti því að tilla okkur í þetta kósíhorn með fæturnar uppá skemli með Mariuh Carey í eyrunum og jóladrykk á kantinum.

Fallegir smáhlutir með skandinavísku ívafi eru einkennandi fyrir hátíðarlínu H&M Home í ár.

Baðherbergið og svefnó fær líka svolitla ást.

Klassískt jólalúkk

Eitthvað fyrir jólaálfana sem taka jólaskreytingar mjög hátíðlega.

Við getum ekki annað en hlakkað til jólanna þegar við skoðum þessar dásamlega kósí myndir.

Við erum ekki vissar um að vilja fara alla leið í jólaæðinu en rauði og hvíti púðinn með dúskunum mætti alveg rata heim til okkar og verma sófann yfir hátíðarnar.

Klassískur jólakrans er á óskalistanum okkar. Þessi er hreint út sagt guðdómlegur.

Á óskalista HÉRER

Fleiri greinar úr sama flokk

Annað

Nýtt í Epal

Annað

Stórborgaráhrif á íslenskum heimilum

Annað

For the love of art er ný samstarfslína H&M Home