Holiday-línan er annars vegar með ekta skandinavísku yfirbragði, kremuðum og beislituðum smáhlutum sem við Íslendingar eigum án efa eftir að fíla vel. Hinsvegar er líka hægt að jóla yfir sig á gamla mátann með rauðum og hvítum púðum sem óska gleðilegra jóla og hvaðeina.
Mínimalískur skandí-stíll
Við hefðum ekkert á móti því að tilla okkur í þetta kósíhorn með fæturnar uppá skemli með Mariuh Carey í eyrunum og jóladrykk á kantinum.
Fallegir smáhlutir með skandinavísku ívafi eru einkennandi fyrir hátíðarlínu H&M Home í ár.
Baðherbergið og svefnó fær líka svolitla ást.
Svart, beislitað og gyllt er fallegt litakombó inni á baði. Við mælum innilega með rúmfötunum úr H&M Home.
Klassískt jólalúkk
Eitthvað fyrir jólaálfana sem taka jólaskreytingar mjög hátíðlega.
Við erum ekki vissar um að vilja fara alla leið í jólaæðinu en rauði og hvíti púðinn með dúskunum mætti alveg rata heim til okkar og verma sófann yfir hátíðarnar.
Er hægt að panta arininn? Annars er aðventukertastjakinn líka sætur! Krúttlegar jólakúlur. Fegurðin í smáatriðunum… Fyrir lengra komna… Við hefðum ekkert á móti jólafríi í þessum bústað! Fagurskreyttir jólapakkar.