Skyrtukombó
Hvít og krispí vinnuskyrta er möst og ekki verra að hún sé í kærastasniði til að auka á „chic“-faktorinn. Vönduð skyrta gengur jafnt við gallabuxur og pils, dragtarbuxur og leðurbuxur og allt þar á milli.
Djúsí dragt
Gamla, góða dragtin á alltaf vel við þegar þú meinar bissness! Tískan í ár er heldur betur tileinkuð drögtum og bissnessfötum í öllum stærðum og gerðum og því nóg úrval í verslunum.
Gallaívaf
Það er engum blöðum um það að fletta að gallaflíkur ganga við nánast öll tilefni sem er og því súpergóð fjárfesting.
Allt svart!
Íslenskar konur eiga allavega eitt sameiginlegt með þeim sem búa í Stóra eplinu og það er ást þeirra á svörtum alklæðnaði, sem verður að segjast eins og er, er og verður alltaf jafn „chic“. Svart frá toppi til táar sparar líka tíma þegar við þurfum að finna til föt í vinnuna á morgnana...algert win win.
Pæjuleg pils
Ökklasíð pils eru heldur betur að trenda þessi misserin en þau eru tilvalin í vinnuna, hvort sem er við blússu, rúllukragabol eða smart jakka.
Vesti
Vesti hafa verið mikið í sviðsljósinu síðastliðin misseri þegar tískan er annarsvegar og eru tilvalin leið til að fá nokkur tískuprik í kladdann með hækkandi sól.