Fara í efni

100 hugmyndir að flottu vinnudressi

Tíska - 17. janúar 2025

Það getur verið bölvaður höfuðverkur að finna hið fullkomna vinnudress sem er á sama tíma smart og þægilegt og leyfir okkar persónulega stíl að njóta sín. Stílisti HÉRER.is er hér til að hjálpa og leitar í götutísku mestu „girl bossanna“ í Stóra eplinu, sem eiga það vissulega sameiginlegt með okkur hér á klakanum að vera einstaklega skotnar í svörtum alklæðnaði. En við lofum- hér eru fleiri hugmyndir en svart frá toppi til táar!

Vandaðar, klassískar flíkur sem standast tímans tönn eru alltaf góð fjárfesting. Hér er einfalt átfitt poppað upp með víðum og töffaralegum uppháum stígvélum og svarti liturinn brotinn upp með fallegu belti.
Tom Ford, Optical Studio, 73.700 kr.
Zara, 13.995 kr.
Gina Tricot, 1.895 kr.
SIX, 1.996 kr.

Skyrtukombó

Hvít og krispí vinnuskyrta er möst og ekki verra að hún sé í kærastasniði til að auka á „chic“-faktorinn. Vönduð skyrta gengur jafnt við gallabuxur og pils, dragtarbuxur og leðurbuxur og allt þar á milli.
Látlaust og lekkert á götum New York-borgar.
Hvít skyrta með x-faktor.
Hér fá fylgihlutirnir að poppa!
Gordjöss stílisering!
Emili Sindlev er svo mikið meðidda!
Theory, Mathilda, 49.990 kr.
Anine Bing, Mathilda, 49.990 kr.
Weekday, Smáralind.
Galleri 17, 21.995 kr.
Væntanlegt frá Selected.
Vila, 8.990 kr.

Djúsí dragt

Gamla, góða dragtin á alltaf vel við þegar þú meinar bissness! Tískan í ár er heldur betur tileinkuð drögtum og bissnessfötum í öllum stærðum og gerðum og því nóg úrval í verslunum.
Smart að nota þykkt belti til að taka mittið saman.
Grá og gordjöss.
Dömulegur blazer í beis.
Einfaldleikinn í sinni bestu mynd.
Nútímaleg útgáfa af dragt þar sem jakkinn er stuttur og með sportlegu ívafi.
Aðsniðin og falleg dragt á Coco Rocha.
Sniðið sem er helst að trenda um þessar mundir.
Selected, 19.990 kr.
Selected, 29.990 kr.
Zara, 19.995 kr.
Zara, 11.995 kr.

Gallaívaf

Það er engum blöðum um það að fletta að gallaflíkur ganga við nánast öll tilefni sem er og því súpergóð fjárfesting.
Smart „layering“ hjá Ralph Lauren.
Flæðandi gallaefni.
Kasjúal og kúl.
Gallasamfestingur er hugmynd að frumlegu vinnudressi, ef vinnustaðurinn leyfir þinni innri stílgyðju að njóta sín.
Góðar gallabuxur eru alltaf að fara að koma þér langt, sama hvert tilefnið er.
Kanadískur tuxedó úr dökku gallaefni og rykfrakki yfir er skothelt vinnukombó!

Allt svart!

Íslenskar konur eiga allavega eitt sameiginlegt með þeim sem búa í Stóra eplinu og það er ást þeirra á svörtum alklæðnaði, sem verður að segjast eins og er, er og verður alltaf jafn „chic“. Svart frá toppi til táar sparar líka tíma þegar við þurfum að finna til föt í vinnuna á morgnana...algert win win.
Undirstrikaðu mittið með fallegu belti.
Gina Tricot, 3.195 kr.
Belti frá Anine Bing, Mathilda, 36.990 kr.
Boss, Mathilda, 36.990 kr.
Anine Bing, Mathilda, 99.990 kr.
Karakter, 14.995 kr.
Karakter, 32.995 kr.
Boss, Mathilda, 34.990 kr.
Ralph Lauren, Mathilda, 54.990 kr.
Kaupfélagið, 10.797 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Boss, Mathilda, 24.990 kr.
Vero Moda, 5.990 kr.
Boss, Mathilda, 34.990 kr.
Anine Bing, Mathilda, 99.990 kr.
Galleri 17, 22.995 kr.
Gina Tricot, 7.295 kr.
Anine Bing, Mathilda, 126.990 kr.
Anine Bing, Mathilda, 159.990 kr.
Gina Tricot, 7.295 kr.
Prada, Optical Studio, 75.200 kr.

Pæjuleg pils

Ökklasíð pils eru heldur betur að trenda þessi misserin en þau eru tilvalin í vinnuna, hvort sem er við blússu, rúllukragabol eða smart jakka.
Pilsna- og peysusettið fær eitthvað extra með því að klæðast hvítri skyrtu undir og við upphá leðurstígvél.
Hversu falleg taska? Zara, 45.995 kr.
Jakki, Zara, 8.995 kr.

Vesti

Vesti hafa verið mikið í sviðsljósinu síðastliðin misseri þegar tískan er annarsvegar og eru tilvalin leið til að fá nokkur tískuprik í kladdann með hækkandi sól.
Pólóbolir eru að trenda og eru góð leið til að gefa vinnuátfittinu kasjúal en kúl yfirbragð.

Kasjúal kúl

Hér koma mynstraðar buxur vel út við leðurjakka og strigaskó í sömu litapallettu.

Meira úr tísku

Tíska

Loksins fær persónulegur og líflegur stíll að njóta sín

Tíska

Stílistinn okkar er með augastað á þessu á útsölu í ZARA

Tíska

Áramóta­dressið 2024

Tíska

Jólafötin á hann

Tíska

Óskalisti stílista á Dimmum dögum í Smáralind

Tíska

Sætustu jólafötin á börnin

Tíska

60 sætustu jólakjólarnir

Tíska

Kíkt í pokann hjá tónlistarmanninum Daniil