Langar þig í lengri augnhár eða þykkara hár?

Langar þig í lengri augnhár og þykkara hár eða vantar þig að koma grænmeti ofan í krakkana? Hér eru uppáhalds leyndu perlurnar okkar sem við notum að staðaldri og getum heilshugar mælt með.

Langar þig í lengri augnhár eða þykkara hár?

Langar þig í lengri augnhár og þykkara hár eða vantar þig að koma grænmeti ofan í krakkana? Hér eru uppáhalds leyndu perlurnar okkar sem við notum að staðaldri og getum heilshugar mælt með.

Mest selda augnháraserumið í Sephora heitir GrandeLASH-MD. Það fæst núna í Hagkaup í Smáralind og það virkar! Augnhárin verða þykkari, dekkri og lengri. Við höfum aldrei verið með almennileg augnhár fyrr! Mælum 100% með. Berist á rót augnháranna einu sinni á dag-við sáum mun á tveimur vikum.

Ein leynd perla sem fæst bæði í Lyfju og Hagkaup, Smáralind heitir Skin Food og kemur frá Weleda. Förðunarfræðingar um heim allan nota þetta nærandi og þykka krem sem grunn undir farða enda gefur það einstakan ljóma.
Skin Food frá Weleda er nærandi dagkrem sem fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Það þarf alls ekki að kosta mikið að vera með vel snyrtar neglur en H&M selur gæðanaglalökk í öllum heimsins litum.

Geggjaðir litir og formúla frá H&M sem fæst í Smáralind.

Pharmaceris framleiðir æðislegar snyrtivörur en sjampóin þeirra mega fá meiri ást á opinberum vettvangi. Hægt er að fá sjampó við hárlosi, kláða í hársverði, flösu og svo framvegis. Gæðavara á góðu verði.

Áttu erfitt með að koma grænmeti ofan í krakkana? Við mælum endalaust með Kid Greenz frá Animal Parade sem við kynntumst fyrir tilviljun í einni apótekaferðinni okkar. Hágæða orkugefandi grænt gums í töfluformi sem krakkarnir elska. (Brokkolí, spínat, gúrka, spírúlína, rauðrófur og fleira ofur næringarríkt. Að auki Fos-trefjar sem næra þarmaflóruna. Laust við glúten, mjólk og ger.) Fæst í Lyfju, Smáralind.

Áttu erfitt með að koma grænmeti ofan í krakkana? Við mælum endalaust með Kid Greenz frá Animal Parade sem við kynntumst fyrir tilviljun í einni apótekaferðinni okkar. Hágæða orkugefandi grænt gums í töfluformi sem krakkarnir elska.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.