Tíramísú á tímamótum

Hvernig væri að hafa ítalskt þema í áramótapartíinu í ár? Tíramísú á tímamótum hljómar vel í okkar bókum, þið getið þakkað okkur seinna! Buon appetito!

Tíramísú á tímamótum

Hvernig væri að hafa ítalskt þema í áramótapartíinu í ár? Tíramísú á tímamótum hljómar vel í okkar bókum, þið getið þakkað okkur seinna! Buon appetito!

Tíramísú í glasi

Uppskriftin dugar í 5-7 glös

 • 4 eggjarauður
 • 140 g flórsykur
 • 500 g Mascarpone-rjómaostur við stofuhita
 • Fræ úr einni vanillustöng
 • 190 ml þeyttur rjómi
 • 230 ml sterkt uppáhellt Java Mokka kaffi frá Te & Kaffi (kælt)
 • 4 msk. Galliano Ristretto strong espresso líkjör
 • Um 2 pk. Lady fingers kex (hver pakki 125 g)
 • Bökunarkakó til skrauts
Berglind Hreiðarsdóttir gotterí og gersemar penninn eymundsson smáralind hér er
Mynd og uppskrift: Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemum.
 1. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til létt og þykk blanda myndast (um 5 mín).
 2. Bætið þá Mascarpone-osti og fræum úr vanillustöng saman við og þeytið vel áfram þar til vel blandað og vefjið næst þeytta rjómanum saman við með sleif.
 3. Hellið kaffi og Galliano Ristretto saman í djúpan disk sem auðvelt er að dýfa kexinu í.
 4. Dýfið Lady fingers kexi snöggt upp úr vökvanum á báðum hliðum og raðið í botninn á glösunum, brjótið niður eftir hentugleika (passið ykkur að gegnbleyta þá ekki því þá verða þeir linir og slepjulegir).
 5. Gott er að setja eggjablönduna í sprautupoka og sprauta yfir kexið áður en næsta lag er sett ofan á með sambærilegum hætti.
 6. Plastið og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir (eða yfir nótt).
 7. Setjið að lokum bökunarkakó í sigti og stráið yfir glösin.

Buon appetito!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.