HÉR ER leitar að skrifsnillingi!

Við erum að leita að manneskju sem hefur brennandi áhuga á hönnun, heilsu, tísku, sporti, fegurð, mat og/eða öðru lífsstílstengdu og hefur gaman að því að skrifa og búa til lifandi efni í tengslum við það.

Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur og skapandi, hafa góða færni í íslensku, næmt auga fyrir myndefni og getu til að skapa grípandi og áhugavert efni fyrir vef. Áhugi á markaðsmálum og samfélagsmiðlum er nauðsynlegur, sem og sjálfstæð vinnubrögð.

Um verktakavinnu er að ræða.

Ef þig langar að ganga til liðs við HÉR ER þá endilega sæktu um með því að senda okkur kynningarbréf og ferilskrá á netfangið herer@herer.is.

Umsóknarfrestur er til 15. september.

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.