Aftur til fortíðar

Tískublaðamaðurinn okkar fór í gegnum gömul blöð og féll sérstaklega fyrir stíl fyrirsæta tíunda áratugarins og stílstjörnum þess áttunda. Tískan fer í hringi og hér stelum við stílnum frá fortíðinni. Dæs...

Aftur til fortíðar

Tískublaðamaðurinn okkar fór í gegnum gömul blöð og féll sérstaklega fyrir stíl fyrirsæta tíunda áratugarins og stílstjörnum þess áttunda. Tískan fer í hringi og hér stelum við stílnum frá fortíðinni. Dæs...

Kamelkápa

Kamelliturinn er hinn nýi svarti. Líka fyrir þrátíu árum síðan.

Það er fátt meira chic en Linda Evangelista á tíunda áratugnum. Í þessu tískublaði er tilkynnt að kamelliturinn sé nýi nútral-tónninn til að klæðast og við erum svo sammála, sirka 30 árum seinna.

 

Steldu stílnum

Fleiri átfitt sem við myndum með glöðu geði stela í dag.

Holdgervingur seventís-tískunnar

Farrah Fawcett prýddi veggi margra ungra pilta á áttunda áratugnum.

Holdgervingur seventís-stílsins er að sjálfsögðu Farrah Fawcett sem rokkaði vængjað hárið og girl-boss blazerinn eins og enginn væri morgundagurinn.

Steldu stílnum

Smart bissniss kasjúal-sexí lúkk á þýsku ofurfyrirsætunni Tatjönu Patitz.

Næntís bjútí

Hið fullkomna næntíslúkk.

Mött húð, grafískar augabrúnir, áberandi augnhár og glossaðar varir eru einkennismerki Lindu Evangelista. Fullkomin næntís-förðun! Svo má ekki gleyma stóru lokkunum.

 

 

Steldu lúkkinu

Hér eru þær vörur sem við mælum með til að framkalla Lindu-lúkkið.

Geggjuð kattarsólgleraugu á Lindu og lokkarnir ekkert slor.
Saint Laurent-sólgleraugu fást í Optical Studio í Smáralind.

 

Klassískt kombó

Gallabuxur, hvít skyrta og mótorhjólastígvél.

Klassískar gallabuxur, hvít skyrta og mótorhjólastígvél. Fullkomið kombó!

Chanel-faktorinn

Klassískt Chanel-lúkk á Lindu Evangelista.
Súpermódel tíunda áratugarins myndaðar af Peter Lindbergh.

Stelum stílnum frá fortíðinni og dressum okkur upp eins og næntís-súpermódel.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.