Best klæddu konurnar í París

Við kíktum yfir á meginlandið til að forvitnast hverju best klæddu konur Parísarborgar klæddust þegar þær kynntu sér hátískuna fyrir haustið. Sjáum hvað bar hæst!

Best klæddu konurnar í París

Við kíktum yfir á meginlandið til að forvitnast hverju best klæddu konur Parísarborgar klæddust þegar þær kynntu sér hátískuna fyrir haustið. Sjáum hvað bar hæst!

Tékk!

Cher úr Clueless væri ánægð með götutískuna í París enda gerði hún köflótta mínípilsið ódauðlegt seint á tíunda áratugnum. Köflótta mynstrið tengjum við oft og tíðum við skólabúninga en það lúkk á upp á tískupallborðið um þessar mundir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ritstýra bandarísku útgáfu tískubiblíunnar Vogue klæddist þó heldur fágaðri útgáfu af trendinu í formi maxí-kjóls.

Hér er skólastelpulúkkið tekið alla leið! Uppháir Dior-sokkar og Mary Jane-skór setja svo punktinn yfir i-ið.

Tískuíkonið Anna Wintour ásamt kollega sínum en hún kaus að klæðast köflóttum maxí-kjól þegar hún sótti hátískusýningar í Parísarborg.

Þýski tískubloggarinn Xenia Adonts klæddist köflóttu setti í anda Clueless, líklega frá Dior þar sem hún var á leið á sýningu frá goðsagnakennda tískuhúsinu.Takið líka eftir míní Lady Dior-töskunni, hversu sæt?

Nú erða köflótt! Köflótt mínípils á fyrirsætu á götum Parísarborgar.

Steldu stílnum

Hlébarðaæði

Scary Spice-stíllinn hefur átt vinsældum að fagna síðan við vitum ekki hvenær. Við erum því liggur við farnar að flokka hlébarðamynstrið sem klassík frekar en trend, því hvenær er það ekki í tísku?

Scary Spice myndi sóma sér vel í þessu átfitti!

Dýrlegt á götum Parísarborgar!
Parísartískan.

Steldu stílnum

Höfuðprýði

Svokallaðir Bucket-hattar eru vinsælir hjá tískukrádinu en það er eitt trend sem við spottuðum í París sem við erum einstaklega skotnar í og við teljum mikið höfuðprýði. Það eru retró slæður sem bundnar eru snilldarlega yfir höfuðið eða í hárið.

Þessi kona er eins og klippt út úr tískutímariti sjötta áratugarins og er elegansinn uppmálaður! Nú er málið að taka fram gamlar slæður og leika sér með þær.
Önnur falleg útgáfa af slæðu sem bundin hefur verið um höfuðið.

Seventís-legir liðir og slæða bundin um ennið.

Bucket-hattar eru vinsælir hjá tískukrádinu.

Uppáhaldstískubloggarinn okkar, Tamara Kalinic, í Dior frá toppi til táar.
Tvö tískutrend í einu lúkki, vel gert! Hlébarða-bucket-hattur slær tvær flugur í einu höggi.

Steldu stílnum

Weekday í Smáralind er með úrval trendí fylgihluta á borð við Bucket-hatta.
Vero Moda, 2.590 kr.

Líflegir litir

Skærbleikur, fjólublár, appelsínugulur, grænn og blár lífguðu upp á stemninguna á götum Parísar.

Hér má sjá vinsæla litatóna um þessar mundir. Skór og fylgihlutir í skemmtilegum litum lífga upp á heildarmyndina.

Steldu stílnum

Nú erða svart!

Það væri varla hægt að fjalla um Parísartískuna án þess að koma með nokkur vel valin svört átfitt enda staðalbúnaður Parísardömunnar og eitthvað sem fer seint úr tísku.

Elegant og ekta franskt lúkk.
Dömuleg í Dior.
Enn eitt smarta dressið frá Dior á tískubloggaranum Leonie Hanne.
Lógómanían teygir sig yfir í hárfylgihlutina eins og við sjáum hér.
Hjólabuxur, hettupeysa og Chanel-taska er gott kombó!

Fyrirsætan Mica Argañaraz í töffaralegri leðurkápu. Takið eftir hárinu hennar, þessi klipping er sirkabát það sem er heitast í hártískunni í haust.

Kynþokkafullt latex-dress.
Einfaldleikinn er oft bestur en það verður að teljast frekar auðvelt að stela þessu lúkki (svona fyrir utan Dior-töskuna!)
Kvenlegt og kynþokkafullt dress á þessu gullfallega súpermódeli á götum Parísarborgar.

Steldu stílnum

„Vinnubuxur“

Svokallaðar vinnubuxur eða víðar dragtarbuxur verða vinsælar á næstunni samkvæmt tískuspekúlöntunum á meginlandinu.

Steldu stílnum

Trés Chic!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.