Fáðu vorið inn í fataskápinn

Við lumum á nokkrum ráðum til að fá vorið inn í fataskápinn sem fyrst!

Fáðu vorið inn í fataskápinn

Við lumum á nokkrum ráðum til að fá vorið inn í fataskápinn sem fyrst!

Skotheld leið til að fríska svartleitan fataskápinn við er að leika sér með fylgihluti í skærum litum. Skærbleikur er ekki allra en hann gefur sannarlega lífinu lit!

Amina Muaddi-hælaskór eru gjarnan í fallega skærum litum.
Fagurfjólublár í mismunandi tónum spila fallega saman.
Okkur finnst þessi fölbláa og koníaksbrúna litasamsetning tjúlluð!
Hvítar, krispí skyrtur með púffermum eru klassísk eilífðareign. Stíliseraðu þína með beinum dragtarbuxum, fallegu belti og tösku sem segir bissniss!

Stórar gullkeðjur eru ekki að fara neitt í bráð hvort sem þær eru notaðar í kringum hálsinn eða á öðrum fylgihlutum eins og töskum, beltum og skóm. Okkur þykir þessi Bottega Veneta taska sérstaklega falleg í þessum eiturgræna lit.

Zara er aldrei lengi að koma á markað með sínar útgáfur af vinsælustu hönnunarvörum heims. Hér er þeirra útgáfa af Bottega-töskutrendinu. Zara, 6.495 kr.
Hálsfesti, Zara, 1.995 kr.

Geggjaður eiturgrænn peysukjóll sem mætti alveg rata í fataskápinn okkar við tækifæri.

Zara, 5.495 kr.
Blómamynstur að vori, hversu frumlegt? En svona án gríns, þá verða blómamynstur enn og aftur áberandi með hækkandi sól. Nú sérstaklega áberandi í þægilegum maxi-kjólum.

Beislitað frá toppi til táar er einstaklega elegant.

Svarthvíta stílinn tengjum við kannski frekar við vetur en vor en engu að síður sáum við mikið af svarthvítum dressum á vortískusýningarpöllunum í ár. Klassík sem fer aldrei úr tísku!

Guli liturinn kemur sterkur inn með hækkandi sól og er einn heitasti vorliturinn í ár.

Kona getur varla verið annað en glöð í þessum líflega gula síðkjól.

Selected, 24.990 kr.

Vor í hjarta, sól í sinni. (Það styttist!)

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.