Fara í efni

Flíkin sem vert er að fjárfesta í fyrir vorið

Tíska - 20. janúar 2021

Það er ein flík sem stendur af sér allar heimsins tískusveiflur. Við mælum með því að fjárfesta í henni fyrir vorið.

Flíkin sem stenst tímans tönn

Gamli, góði rykfrakkinn er eilífðareign og þess virði að fjárfesta í fyrir vorið.

Hér sést vel hvernig klassískur rykfrakki virkar vel með fylgihlutum sem eru meira trendí. Skærbleik taskan, hatturinn og sólgleraugun poppa upp á heildarmyndina. Rykfrakkinn stendur fyrir sínu í gegnum allar heimsins tískusveiflur.

Klassíkin

Hér eru þrír mjög klassískir rykfrakkar, án allra stæla.

Tískurisinn Zara og sportvörumerkið Everlast gengu í eina sæng og úr varð sjúklega töff lína sem sameinar sportið og tískuna á flottan hátt. Hér má sjá rykfrakka úr línunni sem við fyrstu sýn virðist beisikk…þangað til þú snýrð þér við!

Væntanlegt í Zara.

zara smáralind hér er
Everlast-lógóið nýtur sín vel á baki rykfrakkans úr nýju samstarfslínunni.

Leðurlíki

Það er eitthvað einstaklega chic og sexí við rykfrakka úr leðri.

Hér er gott dæmi!

Þessi dásemd er á útsölu í Zara á 9.995 kr.
Við köllum þennan Matrix-rykfrakkann enda gæti lúkkið vel átt heima í þeirri goðsagnakenndu kvikmynd. Weekday, 17.990 kr.
Fallegur eldrauður og klassískari köflóttur.
Hér sést hversu kúl það er að „layera“ rykfrakka yfir aðra jakka.

Litadýrð

Kryddaðu tilveruna með rykfrakka í ferskum lit fyrir vorið.

Fagurblár og bjútífúl rykfrakki á bombu á götum Mílanóborgar.

street style götutíska hér er smáralind
Guli liturinn kemur sterkur inn með hækkandi sól- í stíl við þá gulu.

Ein heitasta litasamsetning í vor, ef marka má stærstu tískuhús heims, verður grár og gulur saman. Það er eitthvað nýtt!

Rykfrakkinn stendur af sér allar heimsins tískusveiflur.

Meira úr tísku

Tíska

Jóladressið 2025

Tíska

Stílisti velur yfirhafnir á tilboði á Kauphlaupi

Tíska

Möst í fataskáp herranna í haust

Tíska

Yfirhöfnin sem var allstaðar á tískuviku í París

Tíska

Bleikur október

Tíska

Heitustu skórnir í haust

Tíska

Innblástur að vinnufötum frá götutískunni í New York

Tíska

Módelin á tískuviku í New York