Ef skoðaðar eru götutískumyndir má bersýnilega sjá að gamla, góða slæðan er á uppleið í tískuheiminum.

Hér má sjá eina klassíska útfærslu þar sem slæðan er bundin í kringum kragann á skyrtunni.



Ein sjúklega chic slæða frá Dior.


Belti halda áfram að spila stóra rullu í vor og eru gjarnan notuð yfir jakka og kápur.

Smart útfærslur hjá Gabrielu Hearst og Gauchere.


Vero Moda, 2.990 kr. Vero Moda, 1.436 kr. Zara, 3.495 kr. H&M, Smáralind.

Tískuhúsið Chanel sýndu töskur í öllum stærðum og gerðum sem eru hugsaðar fyrir allt frá Airpods yfir í sólgleraugu og allt þar á milli. Töskurnar eru gjarnan „layeraðar“ saman nokkrar í senn.



Ekkert lát virðist vera á vinsældum þykku keðjunnar sem lætur sjá sig í allskyns fylgihlutum á borð við skóm, töskum, beltum og eyrnalokkum.


Hringur, Jens, 6.900 kr. Armband, Zara, 2.795 kr. Hálsfesti, Zara, 2.795 kr. Zara, 2.795 kr. Zara, 6.495 kr. Zara, 5.495 kr.

Skór með kössóttri tá eru hámóðins.
Kaupfélagið, 34.995 kr. Kaupfélagið, 24.995 kr.
Eitthvað hefur borið á hálsfestum og eyrnalokkum úr gleri.
Giorgio Armani vor/sumar 2021. Zara, 3.495 kr.

Nú er um að gera að gera góð kaup á sólgleraugum en þau eru á afslætti í Optical Studio.
Bottega Veneta, Optical Studio, 42.280 kr. (með afslætti.) Saint Laurent, Optical Studio, 45.280 kr. (með afslætti.)
Fylgihlutir eru að okkar mati Pièce de résistance þegar kemur að klæðaburði.