Götutískan í Mílanó og París

Við kíktum á götutískuna á tískuviku í Mílanó og París. Svona klæðir tískukrádið sig!

Götutískan í Mílanó og París

Við kíktum á götutískuna á tískuviku í Mílanó og París. Svona klæðir tískukrádið sig!

Við tókum eftir því að náttkjólalegir kjólar eða svokallaðir slip dresses voru vinsælir á götum Mílanó. Næntís-væbið er enn sterkt!

Þessi Mílanó-dama er meira að segja í brjóstahaldara yfir!

Hlýrabolir sem eru með einum hlýra eða bundnir í hálsinn eru enn sjóðheitir eins og sést vel á stílstjörnunni og ofurfyrirsætunni Bellu Hadid.

Bella Hadid á götum Parísarborgar.
Beisikk er oft best!
Svona toppar eru vinsælir hjá tískukrádinu í París.

Svokallaðir Bucket-hattar og „afasandalar“ eru hámóðins eins og sést hér.

Afalegir Chanel-sandalar og Bucket-hattur frá Dior.
Klassískir sandalar í inniskóstíl eða þeir sem líkjast Birkenstock halda velli eitthvað áfram. Hjá tískugellunum eru þeir þó gjarnan frá Chanel eins og þeir hér að ofan.
Birkenstock-sandalarnir passa við allt og kosta töluvert minna en Chanel!
Birkenstock, Steinar Waage, 12.995 kr.
Sætar og sumarlegar Mílanó-dömur. Takið eftir skónum, þessi týpa hefur verið vinsæl að undanförnu og heldur áfram.
Kaupfélagið, 17.995 kr.
Gullfallegir Fendi-hælar við Jacquemus-tösku.

Eitt allra heitasta trendið á næstu misserum eru buxur sem eru klipptar á mjaðmabeininu eða lágar buxur dressaðar við samfellu þar sem leyft er að glitta í þetta kynþokkafulla svæði sem hefur þó ekki fengið mikinn tíma í sviðsljósinu síðan Britney var helsta tískufyrirmyndin.

Þetta tiltekna svæði á líkamanum fær ekki oft að láta ljós sitt skína en nú verður breyting þar á.
Weekday, Smáralind.

Strigaskór í öllum litum og gerðum halda áfram að tröllríða skótískunni en eitt er víst og það er að Nike er ekkert á förum. Við spáum því hinsvegar að Skechers-skómerkið komi sterkt inn á næstu misserum.

Skrautlegir strigaskór á götum Parísarborgar.
Nike skór við Balenciaga-sokka.
Parísarbúar ganga miklar vegalengdir og því þurfa skórnir að vera þægilegir.
Vans-skórnir eru klassískir.

Þó aldamótatískan sé að koma sterk inn þá er seventís-stíllinn ekki að fara neitt í bráð enda klassík að okkar mati.

Steríótýpan af Parísartískunni?
Smart seventís-par.

Tædæbolir og -buxur vaxa í vinsældum.

Tædæ-buxur og kúrekaleddari í stíl. Skrautlegur og skemmtilegur stíll.
Litrík og skemmtileg peysa við gegnsæja tösku. Takið eftir hálsfestinni sem er ekta eins og var í tísku í kringum aldamótin síðustu.

Töskur sem líkjast kodda halda áfram að vera heitar hjá tískukrádinu.

Þessi taska er fínn ferðafélagi enda hægt að nota sem kodda!

Sólgleraugnatískan var skrautleg hjá strákunum.

Gucci í París!
Meira Gucci!
Skrautleg og skemmtileg mynstur á bol og jakka hjá þessum tískugaur.

Leikkonan gullfallega Kate Bosworth kaus að klæðast klassískri hvítri dragt á tískuviku í Mílanó.

Kate Bosworth kíkti á tískuviku í Mílanó. Takið eftir appelsínurauðum vörunum.

Fyrirsætan James Turlington sem á ekki langt að sækja fegurð sína enda systursonur ofurfyrirsætunnar Christy Turlington sýnir og sannar að þegar maður er með svona andlit þarf ekki meira en stuttermabol og gallabuxur til að lúkka eins og milljón krónur.

Okkur leikur forvitni á að vita hvað leynist í Armani-pokanum hans James.

Skrautleg og skemmtileg götutíska á meginlandinu!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.