Heitasti fylgihluturinn í dag

Skoðum saman heitustu fylgihlutina um þessar mundir.

Heitasti fylgihluturinn í dag

Skoðum saman heitustu fylgihlutina um þessar mundir.

Slæður koma sterkar inn í hausttískunni en það skemmtilega við þær er að hægt er að leika sér mikið með stíliseringu á þeim. Það eina sem þarf er hugmyndaflugið. Hægt er að binda slæðu utan um sig og búa til topp í anda aldamótatískunnar, um höfuðið til að stæla seventísstílinn eða jafnvel í kringum handfangið á töskunni eða um mittið. 

Slæða í áberandi lit eða með fallegu mynstri getur breytt svörtu átfitti í eitthvað meira spennandi á núlleinni.
Tískuhúsið Max Mara sendi fyrirsætur sínar með slæðu bundna um höfuðið á ekta „Old Hollywood“ vegu og glamúrinn tekinn alla leið!
Ágætis felulúkk hjá Max Mara þar sem slæða og risasólgleraugu ná yfir hálft andlitið. Myndir: IMAXtree.

Götutískan

Stílstjörnurnar á meginlandinu voru hver annarri flottari og sýndu hvernig fallegt getur verið að leika sér með silkislæðu.

Hér er slæða notuð sem toppur í anda aldamótatískunnar.

Heitt í hárið

Slæður voru ekki eini fylgihluturinn sem fékk að vera í sviðsljósinu heldur voru hárspennur (gjarnan vel merktar ákveðnu tískumerki) og hárspangir áberandi, eins og þær hafa verið síðustu þrjú árin eða svo.

Biagotti haustið 2021.

Þykkar hárspangir og glitrandi sætar í anda Blair í Gossip Girl halda velli áfram.

Girnilegir fylgihlutir hjá tískuhúsinu Braschi.

Bling bling!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.