
Emili Sindlev er í uppáhaldi hérna á HÉR ER. Það er eitthvað við hana sem minnir okkur á Carrie Bradshaw í þá gömlu, góðu.

Hér sjáum við nokkur vor-og sumartrend samankomin á Þóru Valdimars og Jeanette Friis Madsen frá ROTATE Birger Christensen á götum Kaupmannahafnar. Flíkur með götum verða eitt stærsta trendið og bleiki liturinn slær í gegn.




Zara, 6.495 kr. Galleri 17, 10.796 kr.

Þóra og Jeanette eru á því að joggari og hælaskór séu málið. Við leyfum ykkur að dæma.
Galleri 17, 11.696 kr. Galleri 17, 10.796 kr. Steve Madden, GS Skór, 7.198 kr.


Bleikur í mismunandi litatónum kemur fallega út á danskri götutískustjörnu. Við segðum ekkert nei við þessari bleiku Bottega-dásemd heldur!


Vero Moda, 16.990 kr. Weekday, Smáralind. Vero Moda, 9.990 kr. Zara, 8.495 kr.

Ef litamanían er ekki þinn tebolli er svarthvíta kombóið líka vinsælt í vor. Skelltu á þig alpahúfu í anda franskrar tískudívu og málið er dautt!


Zara, 5.495 kr. Zara, 5.495 kr. Zara, 8.495 kr. Lindex, 5.999 kr.


Svokölluð Puzzle-taska frá tískuhúsinu Loewe hefur selst eins og heitar lummur síðustu misserin. Hér má sjá míníútgáfu. Falleg er hún.


Risastórir Pétur Pan-kragar halda áfram að tröllríða tískuheiminum.



Zara, 8.995 kr. Zara, 3.495 kr.

Þessar fallegu myndir frá Köben minna okkur á að vorið er handan við hornið og við vonum heitt og innilega að við getum heimsótt frændur okkar og frænkur fljótlega!
Lindex, 4.999 kr. Tom Ford, Optical Studio, 44.500 kr.

Við látum okkur dreyma um vor og bjartari daga…