Fara í efni

Karlatískan sumarið 2020

Tíska - 14. júlí 2020

Gallaföt frá toppi til táar, leðurbuxur og Hawaii-skyrtur eru meðal þess sem verður trendí hjá körlunum í sumar. Skoðum aðeins nánar.

Gallaefni frá toppi til táar

Gallaefni frá toppi til táar er ekki lengur eingöngu fyrir Britney og Justin. Kanadíski tuxedo-inn sást hjá nokkrum stærstu tískuhúsum heims sem sýndu vortískuna, meðal annars Celine og Loewe.

Karlatöskur

Hliðartöskur eru ekki eingöngu fyrir stelpur, nú eru þær sjóðheitar hjá karlkyninu.

Bleikur

Ef marka má trendsettera á borð við Dior og Lanvin er bleiki liturinn sjóðheitur í karlatískunni í sumar. „Alvöru karlmenn klæðast bleiku,“ segja þeir (!)

Margfaldir vasar

Því fleiri vasar, því betra ef marka má vortísku karlanna í ár. Tvö eða fleiri sett af vösum má finna á jökkum jafnt sem cargo-buxum.

Nördismi

„Lúðalegar“ skyrtur eru mál málanna í sumar ef marka má tískuhús á borð við Dries Van Noten, Fendi og Valentino. Skyrtur í bowling-stíl, seventískragi og Hawaiiskyrtur fara allan hringinn og nú virðist málið að vera nógu púkó.

Rokk og ról

Rokkaðir leðurjakkar og klæðilegar leðurbuxur í fleiri litum en svörtum verða vinsælar hjá strákunum í sumar.

„Shield“-sólgleraugu sem gætu auðveldlega átt heima á vísindastofu eru það heitasta í sólgleraugnatískunni sumarið 2020.

“Lúðalegar” skyrtur eru mál málanna í sumar ef marka má tískuhús á borð við Dries Van Noten, Fendi og Valentino. Skyrtur í bowling-stíl, seventískragi og Hawaiiskyrtur fara allan hringinn og nú virðist málið að vera nógu púkó.

Meira úr tísku

Tíska

Innblástur að vinnufötum frá götutískunni í New York

Tíska

Módelin á tískuviku í New York

Tíska

Svona klæðast skvísurnar í Köben

Tíska

Heitustu yfirhafnirnar á herrana í haust

Tíska

2 ára afmæli Mathilda í Smáralind fagnað með hönnuðinum Charlotte Sparre

Tíska

Beyoncé og Levi´s­ í eina sæng

Tíska

Aftur í skólann með Galleri 17

Tíska

Skólastart með stæl