Fara í efni

Stærstu skótrendin haustið 2020

Tíska - 19. nóvember 2020

Hér eru heitustu skótrendin haustið 2020. Sumar týpurnar gætu verið eitthvað sem þarf að venjast og nokkur trend sem þú elskar jafnvel að hata eða hatar að elska.

Klossuð stígvél

Eitt allra stærsta skótrend haustsins 2020 eru gróf stígvél með klossaðasta hæl sem við höfum nokkru sinni séð. Frú Prada stendur að sjálfsögðu bakvið þetta trend.

Miuccia Prada kynnti þessi klossuðu stígvél til sögunnar í fyrra og síðan þá hafa vinsældir stílsins einungis aukist og fæst nú í hverri einustu verslun í allskyns útfærslum.
Zara, 9.995 kr.

Sérlega falleg útgáfa úr smiðju Louis Vuitton.

Nú er það hvítt

Hvít stígvél eiga aftur upp á pallborðið eftir ágætis frí úr sviðsljósinu.

Zara, 19.495 kr.

Rólegur kúreki

Kúrekastígvélin eru sjóðheit og ekki er verra ef þau eru í snákaskinnsmynstri.

Karlmannlegar mokkasíur

Eitt af þessum trendum sem þú annað hvort elskar eða hatar en þessi týpa af skóm mun tröllríða tískubransanum næstu misserin.

Karlmannlegar mokkasíur eru trend sem þú annað hvort elskar að hata eða hatar að elska.

Zara, 6.495 kr.

Gulur, rauður, grænn og blár

Fyrst var það rauður, svo blár en nú er græni liturinn sá sem fellur hátískuliðinu mest í geð. Við fílum hermannagræna litinn í haust.

Þessi hermannagrænu stígvél fóru beint á óskalista okkar á HÉRER.

Zara, 16.995 kr.

Metal

Eitt af nýjustu trendunum sem við höfum orðið varar við eru metal-stígvél.

Zara, 14.995 kr.

Skóúrvalið hefur sjaldan verið fjölbreyttara og nú er svo sannarlega meira í boði en eingöngu svört stígvél eins og svo oft áður og við fögnum fjölbreytileikanum!

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn