Steldu hátískulúkkinu fyrir brotabrot af verðinu!

Oftar en ekki er hægt að fá hátískulúkk fyrir brotabrot af verðinu sem fylgir flíkum frá stærstu hönnunarhúsum heims. Tískublaðamaður okkar fór á stúfana og er með þetta klárt fyrir okkur sem erum ekki tilbúin að borga marga hundrað þúsund kalla eða hátt í milljón fyrir eina flík.

Steldu hátískulúkkinu fyrir brotabrot af verðinu!

Oftar en ekki er hægt að fá hátískulúkk fyrir brotabrot af verðinu sem fylgir flíkum frá stærstu hönnunarhúsum heims. Tískublaðamaður okkar fór á stúfana og er með þetta klárt fyrir okkur sem erum ekki tilbúin að borga marga hundrað þúsund kalla eða hátt í milljón fyrir eina flík.

Þessi gullfallegi blazer frá Saint Laurent fer á „litlar“ 361.433 kr. Hvítur blazer er flík sem kemur að góðum notum, sérstaklega yfir vor og sumarmánuðina.

Mynd: Netaporter.com.

Skoðum hvernig hægt er að stela stílnum fyrir brotabrot af hátískuverðinu.

Þessi fer á 10.995 kr. og fæst í Zara, Smáralind.

Elegant skyrta sem gengur við allt er góð fjárfesting. Þessi frá Gucci er með verðmiða í stíl við vörumerkið: 113.720 kr.

Þessi fer á 5.495 kr. og fæst í Zara, Smáralind.
Ganni-stígvélin eru einn vinsælasti tískuvarningurinn um þessar mundir og margar eftirlíkingar á markaði. Þau fara á 57.587 kr. hjá Netaporter.com.

Hátískumerkið Khaite selur flíkur eins og heitar lummur og er í hávegum haft hjá tískukrádinu. Khaite er þekkt fyrir falleg hálsmál sem margar ódýrari tískukeðjur keppast við að herma eftir.

Keðjur í öllum stærðum og gerðum eru mál málanna í fylgihlutum. Þessi gullfallega keðja úr smiðju Jennifer Meyer kostar rúma 1.1 milljón íslenskra króna á Netaporter.

Eins falleg og þessi kápa frá Saint Laurent er, þá erum við ekki tilbúin að borga rúma hálfa milljón fyrir dýrðina.

Skoðum hvernig við getum stolið stílnum fyrir brotabrot af hátískuverðinu.

Gullfalleg kápa úr ullarblöndu sem fæst í Zara í Smáralind og kostar 23.995 kr.

Vantar smá bling í lífið en hefurðu lítið við síðkjól að gera? Hvernig væri að skella sér á útgáfuna frá Zara og stílisera við gallabuxur og hæla?

Smá Matrix-fílingur!

Trés Chic!

Aðalmyndir frá Khaite: IMAXtree.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.