Stílisti velur brot af því besta í búðum

Þessar flíkur og fylgihlutir fá samþykkisstimpil frá stílistanum okkar. Lestu áfram ef þú vilt sjá brot af því besta í búðum núna.

Stílisti velur brot af því besta í búðum

Þessar flíkur og fylgihlutir fá samþykkisstimpil frá stílistanum okkar. Lestu áfram ef þú vilt sjá brot af því besta í búðum núna.

Þessi grúví jakki fer beint í ímyndaða óskainnkaupakörfuna okkar! Hann er úr Studio-línu H&M sem er einnig með umhverfisvænni línum þeirra. Í ár er eingöngu hægt að kaupa Studio-línuna í netverslun H&M.

Hönnun línunnar er innblásin af sterkum persónuleikum sem eru með fatastíl í takt við sterkan karakterinn.

Okkar uppáhaldsflíkur og fylgihlutir úr Studio-línunni haustið 2020.

Þessi dásamlega kósí kápa vermir einnig óskalistann okkar.

Þessi sjúklega chic jakki væri dásamlegur yfir þykka kaðlapeysu, gallabuxur og strigaskó. Zara, 16.995 kr.

Við losnum ekki við dagdrauma um þessa fullkomnu litapallettu haustsins!

Dálítið dásamleg úlpa úr Comma sem minnir óneitanlega á svefnpoka. Ekki slæmt á hryssingslegum vetrarmorgnum.

Við megum ekki gleyma mikilvægasta fylgihlutnum í haust.

Gríptu með þér take-away-bolla og skoðaðu úrvalið af nýjustu tísku í Smáralind.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.