Það besta úr búðunum í dag (að mati tískublaðamanns!)

Tískublaðamaðurinn okkar hefur skrifað um nýjustu tísku í áratug og séð trend dagsins koma og fara og koma aftur. Þessu mælir hún með fyrir haustið, góðri blöndu af klassík og spennandi trendum í bland. Þú mátt þakka okkur seinna!

Það besta úr búðunum í dag (að mati tískublaðamanns!)

Tískublaðamaðurinn okkar hefur skrifað um nýjustu tísku í áratug og séð trend dagsins koma og fara og koma aftur. Þessu mælir hún með fyrir haustið, góðri blöndu af klassík og spennandi trendum í bland. Þú mátt þakka okkur seinna!

Svokallað sweetheart-hálsmál er mál málanna í dag. Þessi samfella er komin í Zara í Smáralind og lúkkar mun dýrari en raun ber vitni og er æðisleg undir dragt eða bara við gallabuxur og blazer eða þykka vetrarpeysu. Zara, 4.495 kr.
Dásamleg peysa sem hægt er að nota allt árið um kring hér á landi. Selected, 13.990 kr.
Leggings eiga aftur upp á tískupallborðið (sjokk!) Nánar tiltekið þær sem eru örlítið útvíðar og opnar að neðan eða með rennilási sem undirstrikar skóvalið vel. Zara, 3.495 kr.

Talandi um skó…

Nú hefur jogging-æðið náð hámarki enda margir að vinna heiman frá sér á heimsvísu. Weekday er með skemmtilegt tvist þar sem tvö stór trend haustsins eru sameinuð í tædæ-joggingbuxum.

Sjúklega mjúk og sæt tædæ-peysa úr Weekday.
Nú telst bara fullkomlega eðlilegt að klæðast blazer við joggingbuxur. Þessi var að lenda í Zara í Smáralind og mátast hrikalega vel. Hann er úr vönduðu efni og klæðilegur. Zara, 10.995 kr.

Fylgihlutirnir sem setja punktinn yfir i-ið

Geggjað pils fyrir haustið. Væri æðislegt við þykka, djúsí peysu og klossuð stígvél. Zara, 5.495 kr.

Pilsið að ofan væri líka geggjað við þennan leddara úr Selected, 37.990 kr.

Ef sumarið er ekki á enda er þessi kjóll efst á óskalistanum okkar. Bakið er svo fallegt og fölgræni liturinn æði. Zara, 8.495 kr.

Hvít skyrta fellur aldrei úr gildi. Esprit gerir klassíkina einstaklega vel. 12.495 kr.

Blazer-blætið okkar nær nýjum hæðum! Þessi er fullkominn. Selected, 25.990 kr.

Góð blanda af klassík og spennandi trendum er málið!

Meira spennandi

Spurðu stílistann

Nú bjóðum við upp á að senda spurningar á stílista í gegnum Instagram Smáralindar. Hér eru nokkrar af spurningum dagsins sem...

Bleikt & bjútífúl

Allur ágóði af sölunni af bleika pokanum og regnhlífinni frá Lindex rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á Íslandi.

Stílisti velur það besta úr búðum

Hin fullkomna kápa er fundin! Aðsniðin, síð, svört, ullarblönduð og vönduð. Við biðjum ekki um mikið meira. Zara, 23.995...

Bestu buxurnar á karlinn

Það eru góð kaup í klassískum, dökkbláum gallabuxum. Esprit, 9.995 kr.

Við fáum ekki nóg af þessu næntístrendi

Gwyneth Paltrow er ókrýnd stílstjarna tíunda áratugarins. Það leið varla sú vika sem hún klæddist ekki leðurblazer. Það verður...

Spurðu stílistann

Við elskum gróf stígvél í haust en þau koma sérstaklega vel út við pils...

Vampire’s Wife og H&M

Merkið hefur verið í uppáhaldi hjá tískubransafólki síðan það var stofnað fyrir fjórum árum síðan og er þekkt fyrir klæðileg snið sem...

Flottustu yfirhafnir vetrarins 2020

Ljós kápa er einstaklega chic og birtir yfir annars svartleitum fataskápnum. Þessa dagana er mikið úrval til af yfirhöfnum...

Ódauðlegt trend

Það trend sem virðist ætla að halda vinsældum sínum áfram út veturinn 2020 eru ýktar púffermar. Ef þig vantar drama í líf...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.