Við völdum notalegustu peysur vetrarins

Við fórum í gegnum nokkur hundruð peysur í leit að þeim girnilegustu fyrir veturinn. Hér eru þær sem fönguðu athygli okkar og þær sem mættu alveg rata með okkur heim.

Við völdum notalegustu peysur vetrarins

Við fórum í gegnum nokkur hundruð peysur í leit að þeim girnilegustu fyrir veturinn. Hér eru þær sem fönguðu athygli okkar og þær sem mættu alveg rata með okkur heim.

Beisikk beislituð peysa sem nær upp hálsinn er skyldueign í fataskápinn í vetur. Þessi úr Zara er eiguleg.

Önnur peysa sem er mikið notagildi í og gengur við allt, hvort sem það er heima í kósí eða við meira pró lúkk í vinnuna. Selected, 19.990 kr.

Hrikalega chic kaðlapeysa úr Zara í anda Isabel Marant. Eini gallinn er að hún er ívið stutt, þannig að ef þú ert ekki mikið fyrir það að sýna á þér mallakútinn er möst að klæðast mjög háum buxum eða pilsi við hana.

Kápupeysur eru mjög áberandi í haust-og vetrartískunni enda hafa praktísk kósíföt aldrei verið vinsælli eða mikilvægari en akkúrat núna. Af augljósri ástæðu. Þessi fæst í Zara, Smáralind.
Þessi er búin að vera heldur lengi á óskalistanum okkar. Einn daginn…
Selected, 13.990 kr.
Þessi geggjaði brenndi appelsínulitur fangaði auga okkar strax og er skemmtilegt tvist á klassískri kaðlapeysu. Lindex, 5.999 kr.
Fullkomin rúllukragapeysa frá Rosemunde. Fæst í Karakter, Smáralind, 29.995 kr.
Guli liturinn kemur óvæntur inn í vetrartískunni hjá Monki.
Þessi litur gerir okkur hamingjusamar! Lindex, 4.999 kr.

Kápupeysur eru mjög áberandi í haust-og vetrartískunni enda hafa praktísk kósíföt aldrei verið vinsælli-eða mikilvægari en akkúrat núna. Af augljósri ástæðu.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.