Bleikt og bjútífúl
Skærbleikur er einn heitasti tískuliturinn í vor og sumar. Við erum meira en til í að hrista upp í litavalinu okkar!
Vorsýning Valentino 2021. Jason Wu. Myndir: IMAXtree. Chanel. Versace. Cornejo vor 2021.
Karlarnir mega gjarnan klæðast bleiku samkvæmt Versace og Tom Ford.
Versace. Mynd: IMAXtree. Mynd frá Tom Ford.
Steldu stílnum
Hér eru skærbleikar flíkur sem mættar eru í verslanir.

Auðveld leið til að bæta bleiku í líf þitt!
Við ELSKUM þessar samfellur! Zara, 2.795 kr. Pils, Zara, 5.495 kr.
Langt og lekkert
Síðustu ár hafa chokerar (fyrrverandi mellubönd) og keðjur verið allsráðandi í fylgihlutatískunni. Nú koma síðar hálsfestar ferskar inn. Og ekki er verra ef dinglumdanglið inniheldur eðalsteina úr djúpum hafsins líkt og perlur, skeljar eða kuðunga.

Zara, 2.795 kr. Orrifinn, Meba, 19.900 kr.

Fendi. Saint Laurent. Saint Laurent.

Sportíspæs
Þægindin eru í fyrirrúmi í vortískunni og við hötum það ekkert!
Miu Miu vor 2021. Lila Grace Moss, dóttir Kate nýtur sín á pallinum líkt og mamman. Joggingbuxur og strigaskór hjá Celine. Tíska sem við getum gúdderað!

Buxur, Zara, 5.495 kr. Bolur úr Weekday. Zara, 5.495 kr. Air, 19.995 kr. Kaupfélagið, 16.995 kr. Air, 25.995 kr.

Gegnsæi
Flíkur úr gegnsæju efni í anda tísku tíunda áratugarins sáust á tískusýningarpöllunum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Þetta lúkk frá Fendi er í uppáhaldi hjá okkur. Litasamsetning er eitthvað svo fersk!
Mynd:IMAXtree.
Zara, 4.495 kr. Weekday, Smáralind.
Sænska tískuhúsið Acne sendi smart gegnsæ lúkk niður tískusýningarpallinn.
Acne. Myndir: IMAXtree. Acne.
Og Burberry, Gabriela Hearst og Givenchy.
Gabriela Hearst. Givenchy. Burberry.
Götótt
Stöðvið prentvélarnar! Götóttar flíkur eru inni! Miuccia Prada sendi smart peysur með götum niður pallinn og vinkona okkar, hún Victoria Beckham hannaði smart kjóla með götum á óvæntum stöðum.
Götóttur bolur Prada „layeraður“ undir peysu. Kjóll frá Gabrielu Hearst með áhugaverðu hálsmáli. Isabel Marant. Myndir: IMAXtree. Alberta Ferretti.
Victoria Beckham er alltaf með puttann á púlsinum!
Myndir frá Victoriu Beckham.
Bakið er sá líkamshluti sem fær sinn tíma í sviðsljósinu í vortískunni.
Zara, 5.495 kr. Givenchy. Mynd: IMAXtree.
Weekday, Smáralind. Áhugaverður samfestingur, Zara, 14.995 kr. Zara, 5.495 kr.
Mínípils
Pínu-mínípils verða málið í sumar, samkvæmt stærstu tískupekúlöntum heims. Við krossum fingur og vonum heitt og innilega að við fáum að klæðast efnislitlu í vor og sumar.
Alberta Ferretti. Chloé. Pils, Zara, 6.495 kr.
Íslenska vefverslun Zara má finna hér.
Vorið nálgast óðfluga!