Mikilvægt að leggja sitt af mörkum

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður er ein þeirra sem selur fötin sín í Extraloppunni. Hún segir mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum fyrir komandi kynslóðir og hugi að neyslumynstri sínu. Auðvelt og þægilegt sé að gefa flíkum, fylgihlutum og heimilisvörum framhaldslíf í Extraloppunni.

Mikilvægt að leggja sitt af mörkum

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður er ein þeirra sem selur fötin sín í Extraloppunni. Hún segir mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum fyrir komandi kynslóðir og hugi að neyslumynstri sínu. Auðvelt og þægilegt sé að gefa flíkum, fylgihlutum og heimilisvörum framhaldslíf í Extraloppunni.

Það er ljóst að við þurfum að taka okkur á fyrir komandi kynslóðir, allir geta og þurfa að leggja sitt af mörkum. „Reduce – Reuse – recycle.“

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að fá þér bás í Extraloppunni? 

Ég vanda alltaf valið þegar ég kaupi mér föt, alveg sama hvort að þau eru dýr eða ódýr eða úr minni eigin verslun eða annarra. Ég reyni að kaupa það sem ég veit að ég á eftir að nota mikið. Þegar ég er hætt að nota fötin eða hef veðjað vitlaust þá finnst mér betra að flíkin fái framhaldslíf annarstaðar, að fötin séu notuð en hangi ekki ósnert inni í skáp. Þannig að ég hef alltaf verið dugleg að láta það frá mér sem ég er ekki að nota lengur. Mér finnst þetta frábær leið til þess, einfalt og ótrúlega þægilegt. Einn staður fyrir alla.

Er það þér mikilvægt að endurnýta vegna umhverfissjónarmiða? 

Já, við þurfum öll að skoða neysluna okkar og vanda valið. Það er ljóst að við þurfum að taka okkur á fyrir komandi kynslóðir, allir geta og þurfa að leggja sitt af mörkum. „Reduce – Reuse – recycle“

Hvað er það síðasta sem þú keyptir þér? 

Ég keypti mér skál á fæti í gær í Extraloppunni sem ég ætla að hafa niðri í búð undir fylgihluti.

Hvað er efst á óskalistanum þínum? 

Mig dreymir um kápu úr haustlínunni minni sem kemur í ágúst.

Hvaða fimm snyrtivara gætir þú ekki verið án? 

Ég fer ekki langt án Bioeffect-húðvaranna, varasalva frá Villimey, Instant Age Rewind-hyljara frá Maybelline, L´oréal maskara og fallegu pallettunnar Born to Glow frá NYX en hún gefur manni ferskt útlit og sólkysstar kinnar.

Snyrtivörurnar sem eru í uppáhaldi hjá Andreu fást meðal annars í snyrtivörudeild Hagkaups.

Hvert er uppáhalds trendið þitt þessa dagana? 

Ég elska þessa þægilegu tísku, síðkjól eða pils og strigaskó.

Stærstu tískumistökin sem þú hefur gert? 

Æ, þetta var flott þá er það ekki? En ég viðurkenni að ég hlæ stundum upphátt þegar ég skoða gamlar myndir en fermingardressið er ofarlega á lista og þegar ég var með rosalegt permanent, slöngulokka og sturlaða 80´s-hárgreiðslu.

Hvaða hönnuður er í uppáhaldi hjá þér? 

Þessi er erfið, ég hef gaman að því að fylgjast með allskonar hönnuðum á ólíkum sviðum. Ég hef verið að fylgjast með danska merkinu Notes Du Nord vaxa hratt og þekki þar vel til og elska að sjá hvernig þau búa til sinn eigin heim. Eins er ég með auga á Malene Birger en hún er hætt að hanna föt undir eigin nafni og hefur núna snúið sér að myndlist sem ég fylgist spennt með.

Hvað ert þú að selja á básnum þínum í Extraloppunni?

Ég er aðalega með föt frá AndreA en ætla kannski að bæta við einhverjum húsbúnaði við.

Hver er uppáhalds búðin þín í Smáralind? 

Skóbúðirnar heilla mest, eins og GS skór.

GS Skór, Smáralind.

Það er ljóst að við þurfum að taka okkur á fyrir komandi kynslóðir, allir geta og þurfa að leggja sitt af mörkum. „Reduce – Reuse – recycle.“

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.