Fara í efni

For the love of art er ný samstarfslína H&M Home

Annað - 26. október 2021

H&M Home hefur í samstarfi við fjórar hæfileikaríkar listakonur komið með heimilislínu á markað sem samanstendur af litríkum veggmyndum, skrautlegum púðum og teppum og formfögrum vösum.

Nú er einstakt tækifæri til að eignast muni frá flottum listakonum úr línunni For the love of Art með heimsókn í H&M Home í Smáralind.

Sacrée Frangine

Listræna tvíeykið Sacrée Frangine samanstendur af tveimur æskuvinkonum, þeim Célia Amroune og Aline Kpade. Mínimalískar myndirnar þeirra sýna fegurðina í systralagi og móður- og kvenhlutverkinu.

Verkin í línunni okkar eru falleg áminning um að staldra við. Leyfa okkur að taka okkur tíma í að dreyma, njóta fallegs landslags, að brosa og að verja tíma með fólkinu sem við elskum eða söknum.

Sacrée Frangine.

Brunna Mancuso

Brunna Mancuso skapar listaverkin sín í stúdíói sínu í São Paulo í Brasilíu. Hún notar blandaða tækni, vatnsmálningu, „gouache“ og akrýl við að mála uppáhaldsmótífið sitt: konur.

Við erum svo öflugar og viðkvæmar á sama tíma. Ég stúdera þá eiginleika í gegnum vinnuna mína með kröftugum málningastrokum, mismunandi áferð, formum og litum. Ég vildi að allar konur á jörðinni væru eins sjálfsöruggar og konurnar sem ég mála.

Brunna Mancuso.

Diana Ejaita

Myndrænt tungumál hinnar ítölsku-nígerísku listakonu Diana Ejaita er einstaklega lifandi og formfagurt. Verkin hennar sem eru í dramatískum og andstæðum litatónum hafa verið birt á forsíðum virtustu tímarita heims og segja sögu ættar, menningar og náttúru.

Fyrir þessa línu hugsaði ég mikið um að fólk ætti í samtali við umhverfið og vildi koma á framfæri skilaboðum sem vekja hjá okkur innblástur til að taka ákvarðanir í sátt við náttúruna. Ég held að þær hugleiðingar séu mikilvægastar í dag.

Diana Ejaita.

For the love of art er lent í H&M Home í Smáralind.

Fleiri greinar úr sama flokk

Annað

Nýtt í Epal

Annað

Jólin í H&M Home

Annað

Stórborgaráhrif á íslenskum heimilum