Fara í efni

Nýtt í Epal

Annað - 9. nóvember 2021

Epal hefur löngum heillað landann með úrvali af vönduðum hönnunarvörum og spennandi smávöru sem prýða íslensk heimili. Á dögunum opnaði Epal nýja og stórglæsilega verslun í Smáralind. HÉR ER tók framkvæmdastjórann, Kjartan Pál Eyjólfsson, tali.

Saga Epal hófst þegar faðir Kjartans, Eyjólfur Pálsson snéri heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann stundaði nám í húsgagnahönnun. Fljótlega gerði hann sér ljóst að sitthvað vantaði á Íslandi svo leysa mætti þau verkefni sem honum vorum falin á hönnunarsviðinu á þann hátt sem hann helst vildi. En það voru helst vörur sem hann hafði kynnst í danmörku og notað við útfærslur verkefna þar. Hann hóf því að flytja þessa hluti inn sem varð kveikjan að stofnun Epal árið 1975.

Hugar­fars­breyting

Epal fagnar 46 ára starfsafmæli í ár og er hvergi nærri hætt eins og sést glögglega með opnun nýrra verslana.

 „Nýlega opnuðum við nýja og glæsilega verslun í Smáralind sem við erum afar stolt af. Við færðum okkur einnig til á Laugaveginum og opnuðum í leiðinni Epal Gallerí á neðri hæð verslunarinnar sem mun styðja enn betur við íslenska hönnun sem er okkur mjög hugleikin. Þessar nýju verslanir styðja vel við okkar markmið að auka skilning og virðingu á Íslandi fyrir góðri hönnun og gæðavörum,“segir Kjartan en við spurðum hann út í stærstu innanhússtrendin í dag. Hann segir náttúruleg efni og meiri umhverfisvitund vera það sem framleiðendur leggja mikla áherslu á í dag.

Það hefur orðið hugarfarsbreyting hjá neytendum og vandaðar vörur sem endast vel er krafa sem jafnvel ungt fólk gerir sem er að stofna sitt fyrsta heimili.

Það er af mörgu að taka en persónulegur stíll og að heimilið endurspegli þann sem þar býr skiptir mestu máli,“ segir Kjartan.

Síðustu árin hefur hönnun uppúr miðbiki síðustu aldar verið einstaklega vinsæl og því mætti segja að „trendin“ séu komin hringinn eins og gengur. Kjartan segir að Epal hafi þó alla tíð lagt sérstaka áherslu á vandaðar og vel hannaðar vörur sem endast og vinna á með aldrinum. Standast tímans tönn.

Persónulegur stíll og að heimilið endurspegli þann sem þar býr skiptir mestu máli.

-Kjartan Páll Eyjólfsson.
Hans Wegner er uppáhaldshönnuður Kjartans en hann er einn virtasti innanhússhönnuður samtímans. Hér sést hann í stúdíói sínu með fjölbreyttri stólahönnun sinni.

Aukið úrval af smávöru

„Úrvalið af smávöru hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum sem við vorum ekki með á árum áður og það er helst þar sem má best sjá hvernig tískubylgjur líðandi stunda hefur áhrif á vörulínurnar. Tímalaus hönnun og gæði fara þó aldrei úr tísku og hafa okkar helstu vörumerki, t.d. Fritz Hansen, By Lassen og Carl Hansen & Søn kynnt endurframleiðslu á húsgögnum sem hafa sum ekki verið framleidd í áratugi og hefur verið gaman að sjá hversu góðar viðtökur þessi húsgögn fá.“

Hér má sjá fallega smáhluti frá By Lassen.
Fallegur kertastjaki frá By Lassen.

Ferm Living-vörurnar fást í Epal. Þessi fallegi aðventukrans fer beint á óskalistann okkar!

Jólin hjá Ferm Living.
Skeljarpotturinn frá Ferm Living er mikil heimilisprýði.
Fallegu kampavínsglösin frá Frederik Bagger sóma sér vel á veisluborðinu yfir hátíðirnar.
Jólailmirnir eru komnir í Epal.

Ævintýraheimur barnanna

Ferm Living og Sebra framleiða dásamlegar hönnunarvörur fyrir börnin.

Praktísk litagleði

Lita-og hönnunargleði í boði Hay.

Nýjasta rósin í hnappagatið hjá Epal er meðal annars hið japanska vörumerki Kinto sem býður upp á stílhreinar og fallegar hversdagsvörur. Einnig má nefna hreinsivörur frá Five Oceans sem koma í eintaklega fallega hönnuðum umbúðum. Kjartan segir að úrvalið af vönduðum sófaborðsbókum hafi einnig bæst í safnið og heilsunammið frá Cocohagen sem eru danskar og lífrænar kakótrufflur sem eru án viðbætts sykurs, hafi heldur betur slegið í gegn.

Hönnun frá japanaska vörumerkinu Kinto sem er nýtt í Epal.

Epal hefur einnig verið þekkt fyrir að styðja við íslenska hönnuði og leggja sig fram við að koma verkum þeirra á framfæri og jafnvel í framleiðslu. Epal er með vörur eftir um 50 íslenska hönnuði og íslensk hönnunarmerki og býður upp á gott úrval af íslenskri hönnun í öllum verslunum þeirra.

Eins og fyrr segir opnaði Epal á dögunum sína fyrstu verslun í Smáralind og segir Kjartan viðtökurnar hafa verið framar sínum björtustu vonum. „Verslunin er á besta stað og það var ekki annað hægt en að slá til þegar þessi staðsetning stóð okkur til boða. Við bjóðum upp á brot af okkar bestu vörum í Smáralind ásamt áherslu á íslenska hönnun og einnig vandaðar barnavörur ásamt sælkerahorni. Það má því svo sannarlega segja að í nýju versluninni sé eitthvað fyrir alla.“

En hvað er spennandi framundan?

Framundan er skemmtilegasti og annasamasti tími ársins í verslunarrekstri, jólin sjálf! Við gefum út veglega jólagjafahandbók á næstu dögum og verðum einnig með allskyns viðburði yfir aðventuna sem veita bæði innblástur og góðar hugmyndir. Að ógleymdum gjafaleikjum en við mælum með því að fylgja okkur á Instagram: @epaldesign.

Epal Smáralind

Þú finnur nýju verslunina á annarri hæð við hlið Epli.

Fleiri greinar úr sama flokk

Annað

Jólin í H&M Home

Annað

Stórborgaráhrif á íslenskum heimilum

Annað

For the love of art er ný samstarfslína H&M Home