Stórborgaráhrif á íslenskum heimilum

Glamúr og glæsilegir smáhlutir verða áberandi á íslenskum heimilum í vetur. Innanhússarkitekt segir Íslendinga undir sterkum áhrifum frá heimilum íbúa í erlendum stórborgum þar sem lagt sé upp úr góðri nýtingu, fallegum hlutum, hagkvæmum lausnum og almennum notalegheitum.

Stórborgaráhrif á íslenskum heimilum

Glamúr og glæsilegir smáhlutir verða áberandi á íslenskum heimilum í vetur. Innanhússarkitekt segir Íslendinga undir sterkum áhrifum frá heimilum íbúa í erlendum stórborgum þar sem lagt sé upp úr góðri nýtingu, fallegum hlutum, hagkvæmum lausnum og almennum notalegheitum.

Smáhlutir hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, eins og erlendis sérfræðingar spáðu fyrir um, og á því virðist ekkert lát. Innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson, sem hefur vakið athygli fyrir fallega uppgerð heimili, segir að áður fyrr hafi fólk fremur kosið færri og stærri innanhússmuni en nú sé það í auknum mæli farið að huga að smáatriðum og uppröðun.

Oft þarf ekki nema nokkra fallega smáhluti til að hressa upp á heimilið. Hér má meðal annars sjá vinsælar viðarbrúður frá Vitra sem fást í Pennanum Eymundsson en þær eru hönnun hins heimþekkta arkitekts og hönnuðar Alexander Girard frá árinu 1952.

„Við sjáum þetta bara í erlendum sjónvarpsþáttum og á samfélagsmiðlum,“ nefnir hann sem dæmi. „Fólk er að mynda litla kristalla, litlar koparskálar og fleiri litla hluti og birta ljósmyndirnar.“

Ragnar nefnir sérstaklega til sögunnar litlar skálar og kertastjaka sem hann segir að komi sterkt inn um þessar mundir. „Fallegir kertastjakar með hlýlegu kertaljósi gera alltaf mikið í skammdeginu og litlir stjakar koma til með að verða enn vinsælli og taka við af stærri luktum sem voru eftirsóttar áður.“

Ragnar Sigurðsson, innanhússarkitekt FHI.
Litlir kertastjakar eru að leysa stórar luktir af hólmi. Þessir eru fáanlegir í Søstrene Grene.
Fallegir smáhlutir fyrir heimilið fást í H&M Home.

Þetta er trend sem kemur erlendis frá og ástæðan er meðal annars sú að þar er fólk farið að búa í smærri íbúðum þar sem plássið er kannski af skornum skammti. Ég kalla þetta stórborgartrend.

Ragnar Sigurðsson, innanhússarkitekt.
Notalegheit og smekkvísi í fyrirrúmi. Kertin á myndinni eru frá Hay og fást í Epal í Smáralind. Snúnu kertin fást einnig í miklu litaúrvali.

Litlar skálar verða eftirsóttar líka. Skálar sem eru svo litlar að maður kemur varla einum skartgrip fyrir í þeim en gera heilmikið fyrir augað,“ lýsir hann. „Svo eru jólin framundan og þá verða smáhlutirnir aldeilis áberandi.“

Spurður út í ástæðuna fyrir þessari tísku segir Ragnar að líkast til séu erlend áhrif ein helsta skýringin. „Þetta er trend sem kemur erlendis frá og ástæðan er meðal annars sú að þar er fólk farið að búa í smærri íbúðum þar sem plássið er kannski af skornum skammti. Svona eins og við sjáum í London, New York og víðar úti í heimi. Út frá því skapast þetta æði,“ útskýrir hann. „Ég kalla þetta stórborgartrend.“

Fólk leggur mikið upp úr fallegri uppröðun. Hér sést Chamber vasi frá Hay sem fæst í Epal Smáralind.

Hann tekur fram að fleira spili þó inn í. Ekki síst aukin heimavera síðustu mánuði. „Fólk hefur ekki verið í sömu aðstöðu og áður til að ferðast og það er eins og það sé að sanka að sér hlutum sem vekja upp tengingar við notalega upplifun. Enda vitum við að lítill hlutur getur farið með mann í langt ferðalag í huganum.”

Fólk á eftir að kunna enn betur að meta smærri hluti. Hluti sem taka ekki upp allt plássið á heimilinu. Sérstaklega þeir sem búa í smærri „einingum“. Enda gleðja litlir hlutir auðvitað ekki síður en stórir.

Því hefur einnig verið spáð að skrautmunir verði enn listrænni og „djarfari“ á næstunni og kveðst Ragnar sammála þeirri staðhæfingu.

„Það er alveg rétt. Meiri glamúr, fleiri litir og mynstur. Brass, marmari, kristallar ásamt fleiri efnum sem voru vinsæl um miðja síðustu öld,“ segir hann og nefnir að fyrir fimm árum hefðu til dæmis ekki margir veggfóðrað heima hjá sér en nú njóti veggfóður útbreiddra vinsælda.

Aðspurður segist hann ekki vera í nokkrum vafa um að þessi tíska verði áfram vinsæl.

„Já, fólk á eftir að kunna enn betur að meta smærri hluti. Hluti sem taka ekki upp allt plássið á heimilinu.

Sérstaklega þeir sem búa í smærri „einingum“. Enda gleðja litlir hlutir auðvitað ekki síður en stórir.

Fyrir utan það taka þeir minna pláss og svo er auðvelt að flytja þá á milli staða. Orðatiltækið „minna er meira“ verður því í góðu gildi.“

Meiri glamúr, fleiri litir og mynstur. Brass, marmari, kristallar ásamt fleiri efnum sem voru vinsæl um miðja síðustu öld.

Ragnar segir áhrif erlendra stórborga ekki leyna sér á íslenskum heimilum. Á þessari mynd sjást fallegir vasar frá Spectrum sem fást í Líf og List.

Fallegu vasarnir frá Cooee fást í Líf og List í Smáralind. Einnig fást þurrkaðir strávendir í ýmsum litum frá sama merki.

Smáhlutirnir frá Ferm Living fást í Epal í Smáralind og þar á meðal Shell-vasinn sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hann kostar 14.500 kr.
Splash Round-vasinn frá Hay fæst í Pennanum Eymundsson og kostar 11.999 kr.

Áhrif erlendra stórborga leyna sér ekki á íslenskum heimilum.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.