Fara í efni

Björk og Gucci eru fullkomið par

Tíska - 3. nóvember 2021

Tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur hljómaði undir nýjustu sýningu Alessandro Michele fyrir tískuhúsið Gucci sem fram fór á Hollywood Boulevard á dögunum. Kíkjum á snilldina!

Love Parade-sýning Gucci er óður til retró glamúrs. Listrænn stjórnandi Gucci, Alessandro Michele, er dásamlegur snillingur með einstakt auga sem náði að koma fram með línu sem er nútímleg og körrent þrátt fyrir að innblásturinn hafi verið töluvert retró. Hollywood íkon á borð við Macaulay Culkin, Jodie Turner-Smith og Jared Leto tóku snúning á tískusýningarpallinum, áhorfendum til mikillar gleði. Toppurinn var svo auðvitað dramatísk tónlist Bjarkar Guðmunds sem naut sín svakalega vel og var augljóslega einstaklega viðeigandi við þemað. Lög eins og Big Time Sensuality og All is Full of Love eru komin beinustu leið á playlistann okkar.

Hér má sjá sýninguna í heild sinni. Við mælum með því að hækka í botn og góðum heyrnartólum!

Ef þið eruð að kreiva smá Gucci í líf ykkar mælum við eindregið með nýjasta Gucci-ilminum, Gorgeous Gardenia sem er algert uppáhald hér á bæ. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr tísku

Tíska

Sjóðheit sumarlína frá Sloggi með þægindin í fyrirrúmi

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni