Fara í efni

Eyrnalokkablæti

Tíska - 20. október 2021

Það má með sanni segja að ákveðið eyrnalokkaæði hafi ríkt síðustu árin. Nú er jafnvel hægt að ganga svo langt að segja það frekar algengara en ekki að sjá stelpur með fleira en eitt gat í eyrunum. Vel stíliserað eyra er algert augnakonfekt sem gefur mörg rokkprik í kladdann.

Hollywood-stjörnur á borð við Rihönnu leggja línurnar í eyrnalokkatískunni eins og öðru. Hér má sjá stílstjörnuna á Met-Ballinu með sérhannað eyrnalokkalúkk frá Mariu Tash, sem slegið hefur í gegn en hún sérhæfir sig í eyrnalokka“stöflum“.

Fallegt er að velja einn „aðallokk“ og hafa hina í smærri útgáfu. En það er aðeins ein regla sem hafa skal í huga. Að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn!

Lokkar frá Astrid & Miyu.

Youtube-stjörnur á borð við Tamara Kalinic og Lydia Elise Millen eiga marga aðdáendur um heim allan sem vilja líkja eftir vel stíliseruðu eyrnalúkki þeirra. Þær hafa mælt með merkjum á borð við Astrid & Miyu, Missoma og Maria Tash.

Fyrirsætan Kaia Gerber fékk sér tvo litla „stud“-eyrnalokka á mitt eyra frá eyrnalokkframleiðandanum Studs.
Erum við ekki allar með girl-crush á Zoë Kravitz? Hún er þekkt fyrir töffaralegt rokk og ról-útlit og fagurskreytt eyru. Takið eftir ferskvatnsperlulokkunum, þeir eru hámóðins í dag. @zoekravitz.
RiRi smartheitin uppmáluð!
Smart eyrnalokkalúkk frá Maria Tash.

Steldu stílnum

Hér eru nokkrir fallegir lokkar sem gaman væri að leika sér með.

Geggjaðir eyrnalokkar úr smiðju Georgs Jensen. Þeir fást í Jens í Smáralind og kosta 35.900 kr.
SIX í Smáralind er með gríðarlega gott úrval af eyrnalokkum í öllum stærðum og gerðum.

Hátískan

Hátískuhúsin Dior og Fendi voru að vinna svolítið með perlur og ýkt eyrnaskraut fyrir haustið.

Þá er bara að gefa hugmyndafluginu og listagyðjunni lausan tauminn!

Meira úr tísku

Tíska

Sjóðheit sumarlína frá Sloggi með þægindin í fyrirrúmi

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni