Kvennakraftur

Við fylltumst miklum kvennakrafti, sérstaklega í ljósi úrslita í forsetakosningunum vestanhafs. Hér má finna þær konur sem við lítum upp til, bæði vitsmunalega og hvað stíl og stefnu varðar. Girl Power!

Kvennakraftur

Við fylltumst miklum kvennakrafti, sérstaklega í ljósi úrslita í forsetakosningunum vestanhafs. Hér má finna þær konur sem við lítum upp til, bæði vitsmunalega og hvað stíl og stefnu varðar. Girl Power!

Hvítt fyrir samstöðu kvenna

Hvíti liturinn táknar samstöðu kvenna og nýtt upphaf.

Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kom eins og stormsveipur inn í bandarísku stjórnmálasenuna og er mikil vonarstjarna demókrata. Það vakti verðskuldaða eftirtekt og heimsathygli þegar þingkonur vestanhafs klæddust allar hvíta litnum þegar þær sátu undir ræðu Trump forseta en liturinn táknar meðal annars samstöðu kvenna.
Tilvonandi varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, flutti sigurræðu sína í hvítri dragt og silkiblússu í stíl. Girl Power alla leið!

Að klæðast hvítu hefur djúpa þýðingu í huga okkar og óður til þeirra sem komu á undan og börðust meðal annars fyrir réttinum til að kjósa. Athygli vakti að forsetafrú Íslands, Eliza Reid, klæddist hvítu frá toppi til táar á fundi þeirra hjóna með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna en hún var sögð senda þögul skilaboð um jafnrétti.

Lögfræðingurinn Amal Clooney ber þennan hvíta samfesting einstaklega vel.

Karakterinn Olivia Pope úr þáttunum Scandal í hvítu átfitti sem öskrar Girl Boss!

Blóðheitur og eldrauður

Rauði liturinn er sterkur og kynþokkafullur í senn.

Rauður blazer með axlapúðum segir líka „Mér er alvara!“
Rauði liturinn er sterkur og kynþokkafullur í senn.

Einfalt og elegant

Svart frá toppi til táar klikkar ekki.

Einfaldleikinn er oft bestur. Amal Clooney í flottri power-dragt.

Klassísk svört skyrta með smá tískutvisti úr Zara, Smáralind.

Kvenlegur bissniss

Blómakjóll þarf ekki endilega að þýða gamaldags og sætt.

Chic og prófessjónal á sama tíma. Amal er svo meðidda!

Nútímadragtin

Dragtin hefur aldrei verið jafn sexí og blazer og stakar dragtarbuxur eru gjarnan notaðar hvor í sínu lagi.

Mynd af Victoriu Beckham ætti að vera við hliðina á orðinu Girl Boss í orðabókinni. Hún klæðist gjarnan útvíðum dragtarbuxum og silkiskyrtum. Einfalt en effektívt!
Rosie Huntington-Whiteley tilbúin að reka veldið sitt.
Tísku- og viðskiptamógúllinn Rosie veit hvað hún syngur.

Hversdags vinnulúkk

Svartar buxur, leðurstígvél, rúllukragapeysa og blazer=hið fullkomna vinnudress.

Kamel

Kamelliturinn er rándýr.

Sólgleraugu frá Balenciaga, Optical Studio, 59.900 kr.
Sólgleraugu frá Bottega Veneta, Optical Studio, 51.600 kr.
Sólgleraugu frá Balenciaga, Optical Studio, 59.900 kr.
Bissniss-stæll með tískuívafi á meginlandinu.

Girl Power!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.