Litagleði

Við erum hrikalega skotnar í stíl hinnar dönsku Emili Sindlev þessa dagana. Hún minnir óneitanlega á Carrie Bradshaw með liðað hárið og líkt og Carrie er hún aldeilis óhrædd við að stíga út fyrir boxið og blanda saman ólíkum stílum og sterkum litum sem öðrum hefði hugsanlega ekki dottið í hug.

Litagleði

Við erum hrikalega skotnar í stíl hinnar dönsku Emili Sindlev þessa dagana. Hún minnir óneitanlega á Carrie Bradshaw með liðað hárið og líkt og Carrie er hún aldeilis óhrædd við að stíga út fyrir boxið og blanda saman ólíkum stílum og sterkum litum sem öðrum hefði hugsanlega ekki dottið í hug.

Við kunnum að meta hversu dugleg Emili er að fara út fyrir boxið, það veitir okkur innblástur til að taka hænuskref í þá átt. Hér eru allir litir regnbogans leyfilegir.

Hér er eitt af því allra flottasta sem Emili hefur sett saman, að okkar mati. Takið eftir geggjuðum Manolo Blahnik-skónum. Enn eitt sem Emili og Carrie Bradshaw eiga sameiginlegt!

Hér sést Emili meðal annars með Þóru Valdimarsdóttur (í gulu peysunni). Litríkur og fallegur hópur.

Litasamsetningarnar virðast í fyrstu út úr kú en Emili nær einhvern veginn að sannfæra okkur um smartleikann.

Litadýrðin sem er lýsandi fyrir stíl Emili veitir okkur mikinn tískuinnblástur og satt best að segja, gleði í hjarta. Verslanir Smáralindar fyllast nú af björtum litum og flíkum í áberandi mynstrum, sem minna okkur á að það eru vissulega bjartari tímar framundan.

Steldu stílnum

Við hvetjum þig til að klæðast björtum litum og sjá hvort það létti ekki lund.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.