Litagleði

Við erum hrikalega skotnar í stíl hinnar dönsku Emili Sindlev þessa dagana. Hún minnir óneitanlega á Carrie Bradshaw með liðað hárið og líkt og Carrie er hún aldeilis óhrædd við að stíga út fyrir boxið og blanda saman ólíkum stílum og sterkum litum sem öðrum hefði hugsanlega ekki dottið í hug.

Litagleði

Við erum hrikalega skotnar í stíl hinnar dönsku Emili Sindlev þessa dagana. Hún minnir óneitanlega á Carrie Bradshaw með liðað hárið og líkt og Carrie er hún aldeilis óhrædd við að stíga út fyrir boxið og blanda saman ólíkum stílum og sterkum litum sem öðrum hefði hugsanlega ekki dottið í hug.

Við kunnum að meta hversu dugleg Emili er að fara út fyrir boxið, það veitir okkur innblástur til að taka hænuskref í þá átt. Hér eru allir litir regnbogans leyfilegir.

Hér er eitt af því allra flottasta sem Emili hefur sett saman, að okkar mati. Takið eftir geggjuðum Manolo Blahnik-skónum. Enn eitt sem Emili og Carrie Bradshaw eiga sameiginlegt!

Hér sést Emili meðal annars með Þóru Valdimarsdóttur (í gulu peysunni). Litríkur og fallegur hópur.

Litasamsetningarnar virðast í fyrstu út úr kú en Emili nær einhvern veginn að sannfæra okkur um smartleikann.

Litadýrðin sem er lýsandi fyrir stíl Emili veitir okkur mikinn tískuinnblástur og satt best að segja, gleði í hjarta. Verslanir Smáralindar fyllast nú af björtum litum og flíkum í áberandi mynstrum, sem minna okkur á að það eru vissulega bjartari tímar framundan.

Steldu stílnum

Við hvetjum þig til að klæðast björtum litum og sjá hvort það létti ekki lund.

Meira spennandi

Við völdum notalegustu peysur vetrarins

Beisikk beislituð peysa sem nær upp hálsinn er skyldueign í fataskápinn í vetur. Þessi úr Zara er eiguleg.

Aftur til fortíðar

KamelkápaKamelliturinn er hinn nýi svarti. Líka fyrir þrátíu árum síðan.   Steldu stílnum GS Skór,...

Steldu stílnum

Rautt og rómantísktRauði liturinn poppar upp á svartleitan fataskápinn Ef þig vantar auðvelda leið til...

Spurðu stílistann

Nú bjóðum við upp á að senda spurningar á stílista í gegnum Instagram Smáralindar. Hér eru nokkrar af spurningum dagsins sem...

Bleikt & bjútífúl

Allur ágóði af sölunni af bleika pokanum og regnhlífinni frá Lindex rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á Íslandi.

Stílisti velur það besta úr búðum

Hin fullkomna kápa er fundin! Aðsniðin, síð, svört, ullarblönduð og vönduð. Við biðjum ekki um mikið meira.Zara, 23.995 kr.

Bestu buxurnar á karlinn

Það eru góð kaup í klassískum, dökkbláum gallabuxum. Esprit, 9.995 kr.

Við fáum ekki nóg af þessu næntístrendi

Gwyneth Paltrow er ókrýnd stílstjarna tíunda áratugarins. Það leið varla sú vika sem hún klæddist ekki leðurblazer. Það verður...

Spurðu stílistann

Við elskum gróf stígvél í haust en þau koma sérstaklega vel út við pils...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.