Mjúk módel og fatalína fyrir stórar stelpur

Það eru ekki meira en nokkur ár síðan að fyrirsætur áttu helst að vera keimlíkar, ljóshærðar, oft og tíðum vannærðar austur-evrópskar ungar stúlkur og persónuleika eða sérstöðu var síst af öllu hampað.

Mjúk módel og fatalína fyrir stórar stelpur

Það eru ekki meira en nokkur ár síðan að fyrirsætur áttu helst að vera keimlíkar, ljóshærðar, oft og tíðum vannærðar austur-evrópskar ungar stúlkur og persónuleika eða sérstöðu var síst af öllu hampað.

Í seinni tíð hefur fjölbreytninni verið fagnað í ríkara mæli og fyrirsætur á öllum aldri, af öllum kynstofnum og síðast en ekki síst-allskonar í laginu fá sinn tíma í sviðsljósinu.

Mjúk módel

Hér eru nokkrar af stærstu nöfnunum í bransanum sem eru í mýkri kantinum.

Margir kannast við Ashley Graham en ætli hún sé ekki þekktasta nafnið í „plus size“-módelbransanum. Í öllu falli er hún með feitasta launatékkann og ekki erfitt að sjá ástæðuna, hún er löðrandi í kynþokka og mikið sjarmatröll.
Candice Huffine er ein þeirra sem hefur meikað það í bransanum.
Hollenska fyrirsætan Jill Kortleve hefur gengið niður tískusýningarpallinn fyrir tískurisa á borð við Chanel og setið fyrir í herferðum fyrir alla og ömmu þeirra.
Frægðarsól Precious Lee reis sem aldrei fyrr þegar hún skoraði herferð fyrir Miu Miu á dögunum.
Hunter McGrady er ein þeirra sem hefur slegið í gegn beggja vegna í tískuheiminum, bæði hjá hátískuhúsum en hún gerði það einnig gott sem Sports Illustrated fyrirsæta þar sem hún sat fyrir í allri sinni dýrð á bikiníinu.

Paloma Elsesser var ein tveggja módela til að ganga niður pallinn fyrir hátískuhúsið Fendi í fyrsta sinn sem þau nota fyrirsætu af mýkri gerðinni.

Ástralska fyrirsætan Marquita Pring hefur getið sér gott orð í bransanum síðustu misserin.

Fatalína fyrir stórar stelpur

Carmakoma er fatalína til sölu í Vero Moda sem kemur í stærðum 42-54.

Við erum svolítið skotnar í þessum kjól úr Carmakoma-línunni. Vero Moda, 9.990 kr.

Bjútífúl buxur

Hér eru nokkrar heitar úr Carmakoma-línu Vero Moda.

Sjúklega sætur kjóll, Vero Moda, 12.990 kr.
Vero Moda, 8.990 kr.
Vero Moda, 10.990 kr.

Belti í stærri stærðum eru nýkomin í verslun Vero Moda í Smáralind.

Carmakoma-línan er vel merkt í verslun Vero Moda í Smáralind.

Hér má sjá vöruúrvalið í heild sinni.

Myndir frá tískusýningarpöllum: IMAXtree.

Aðrar frá Vero Moda.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.