Fara í efni

Mjúk módel og fatalína fyrir stórar stelpur

Tíska - 25. mars 2021

Það eru ekki meira en nokkur ár síðan að fyrirsætur áttu helst að vera keimlíkar, ljóshærðar, oft og tíðum vannærðar austur-evrópskar ungar stúlkur og persónuleika eða sérstöðu var síst af öllu hampað.

Í seinni tíð hefur fjölbreytninni verið fagnað í ríkara mæli og fyrirsætur á öllum aldri, af öllum kynstofnum og síðast en ekki síst-allskonar í laginu fá sinn tíma í sviðsljósinu.

Mjúk módel

Hér eru nokkrar af stærstu nöfnunum í bransanum sem eru í mýkri kantinum.

Margir kannast við Ashley Graham en ætli hún sé ekki þekktasta nafnið í „plus size“-módelbransanum. Í öllu falli er hún með feitasta launatékkann og ekki erfitt að sjá ástæðuna, hún er löðrandi í kynþokka og mikið sjarmatröll.
Candice Huffine er ein þeirra sem hefur meikað það í bransanum.
Hollenska fyrirsætan Jill Kortleve hefur gengið niður tískusýningarpallinn fyrir tískurisa á borð við Chanel og setið fyrir í herferðum fyrir alla og ömmu þeirra.
Frægðarsól Precious Lee reis sem aldrei fyrr þegar hún skoraði herferð fyrir Miu Miu á dögunum.
Hunter McGrady er ein þeirra sem hefur slegið í gegn beggja vegna í tískuheiminum, bæði hjá hátískuhúsum en hún gerði það einnig gott sem Sports Illustrated fyrirsæta þar sem hún sat fyrir í allri sinni dýrð á bikiníinu.

Paloma Elsesser var ein tveggja módela til að ganga niður pallinn fyrir hátískuhúsið Fendi í fyrsta sinn sem þau nota fyrirsætu af mýkri gerðinni.

Ástralska fyrirsætan Marquita Pring hefur getið sér gott orð í bransanum síðustu misserin.

Fatalína fyrir stórar stelpur

Carmakoma er fatalína til sölu í Vero Moda sem kemur í stærðum 42-54.

Við erum svolítið skotnar í þessum kjól úr Carmakoma-línunni. Vero Moda, 9.990 kr.

Bjútífúl buxur

Hér eru nokkrar heitar úr Carmakoma-línu Vero Moda.

Sjúklega sætur kjóll, Vero Moda, 12.990 kr.
Vero Moda, 8.990 kr.
Vero Moda, 10.990 kr.

Belti í stærri stærðum eru nýkomin í verslun Vero Moda í Smáralind.

Carmakoma-línan er vel merkt í verslun Vero Moda í Smáralind.

Hér má sjá vöruúrvalið í heild sinni.

Myndir frá tískusýningarpöllum: IMAXtree.

Aðrar frá Vero Moda.

Meira úr tísku

Tíska

Skrifstofugyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu

Tíska

Fáðu innblástur fyrir vorið frá stílstjörnunum í Mílanó

Tíska

Flottir feður á fermingar­daginn

Tíska

Fermingar­tískan 2024

Tíska

Fermingarfötin í Galleri 17

Tíska

Erum við til í þetta trend aftur? Kíkjum á götutískuna í New York

Tíska

Hugmyndir að sparidressum fyrir fermingar­veisluna