Nú bjóðum við upp á að senda spurningar á stílista í gegnum Instagram Smáralindar. Hér eru nokkrar af spurningum dagsins sem við svöruðum með glöðu geði.
Jólagjöf fyrir hana
Miðað við spurningarnar sem við fengum eru margir farnir að huga að jólagjöfum. Hér eru okkar hugmyndir fyrir 18-25 ára konur.


Stjörnumerkja-menin frá Sif Jakobs eru persónuleg og falleg gjöf. Þau fást í Meba í Smáralind og kosta 14.900 kr.

Í versluninni Monki er hægt að fá skemmtilega gjafavöru fyrir nokkra hundrað kalla og uppúr. Skemmtilega öðruvísi gjafir fyrir húmorista á góðum díl.


Gallabuxur
Við vorum spurð hvar gallabuxur fyrir konur með mjög langa leggi og breiðar mjaðmir fengust. Hér eru okkar ráðleggingar.

90´s -gallabuxurnar frá Zara eru þær allra lengstu sem við höfum fundið og koma upp í stærð 44-46. Mjög töff týpa!
Við elskum týpuna Lash úr Weekday sem nær mjög hátt upp á mittið og eru beinar niður. Koma í mörgum litum. Yoko frá Monki kemur í Extra long!
Svartur blazer
Við vorum beðin um að sýna svarta blazera. Hér er úrvalið.

Svarti blazerinn er orðinn að jafnmikilli skyldueign í fataskápnum og litli, svarti kjóllinn. Í dag fæst hann í ýmsum útfærslum eins og stuttur, síður, úr leðri, í yfirstærð og á breiðu verðbili. Þess vegna ættu allir að geta fundið einn við sitt hæfi. Þessi klassíski hér til hliðar er úr Selected og kostar 25.990 kr.
Teinóttur úr ullarblöndu frá Zara. Klassískur úr Weekday. Vila, 10.990 kr. Síður úr Selected, 19.990 kr. Vila, 7.990 kr.



Náttföt
Nú eru margir farnir að spyrja um náttföt og sloppa. Lindex og H&M eru alltaf góð hugmynd fyrir svoleiðis.
Kósí úr H&M. Lindex, 4.599/4.599 kr. H&M er með úrval af náttfatasettum.
Ljósar kápur
Spurt var um ljósar kápur. Hér eru okkar uppáhalds.
Vero Moda, 27.990 kr. Galleri 17, 46.995 kr. Selected, 39.990 kr. Comma, 37.990 kr. Zara, Smáralind. Galleri 17, 29.995 kr. Zara, Smáralind. Zara, Smáralind.

Við hvetjum ykkur til að fylgja Smáralind á Instagram og senda spurningu á dagskrárliðinn Spurðu stílistann ef ykkur vantar aðstoð.