Spurðu stílistann

Vantar þig hugmyndir að jólagjöfum eða hreinlega buxur sem passa? Stílistinn okkar er hér til að hjálpa.

Spurðu stílistann

Vantar þig hugmyndir að jólagjöfum eða hreinlega buxur sem passa? Stílistinn okkar er hér til að hjálpa.

Nú bjóðum við upp á að senda spurningar á stílista í gegnum Instagram Smáralindar. Hér eru nokkrar af spurningum dagsins sem við svöruðum með glöðu geði.

Jólagjöf fyrir hana

Miðað við spurningarnar sem við fengum eru margir farnir að huga að jólagjöfum. Hér eru okkar hugmyndir fyrir 18-25 ára konur.

Kolsýrutæki frá Aarke er á óskalistanum okkar en það fæst í nokkrum litum í Líf og list í Smáralind. Verð: 32.990-34.990 kr.

Stjörnumerkja-menin frá Sif Jakobs eru persónuleg og falleg gjöf. Þau fást í Meba í Smáralind og kosta 14.900 kr.

Það er hægt að fá svo geggjað fallega gjafavöru í H&M Home. Þessi ávali vasi er á topplista hjá okkur. H&M Home, Smáralind.

Í versluninni Monki er hægt að fá skemmtilega gjafavöru fyrir nokkra hundrað kalla og uppúr. Skemmtilega öðruvísi gjafir fyrir húmorista á góðum díl.

Sportí úr fyrir ungu konuna frá Tommy Hilfiger. Meba, 26.500 kr.
Kaffiborðsbækur eru góð hugmynd enda bæði mikil heimilisprýði og fínasta afþreying. Okkur langar í allar í tískuseríunni frá Yale; Dior, Prada, Chanel, Louis Vuitton og Yves Saint Laurent. Þær fást í Pennanum Eymundsson og kosta 12.999 kr.

Gallabuxur

Við vorum spurð hvar gallabuxur fyrir konur með mjög langa leggi og breiðar mjaðmir fengust. Hér eru okkar ráðleggingar.

90´s -gallabuxurnar frá Zara eru þær allra lengstu sem við höfum fundið og koma upp í stærð 44-46. Mjög töff týpa!

Svartur blazer

Við vorum beðin um að sýna svarta blazera. Hér er úrvalið.

Svarti blazerinn er orðinn að jafnmikilli skyldueign í fataskápnum og litli, svarti kjóllinn. Í dag fæst hann í ýmsum útfærslum eins og stuttur, síður, úr leðri, í yfirstærð og á breiðu verðbili. Þess vegna ættu allir að geta fundið einn við sitt hæfi. Þessi klassíski hér til hliðar er úr Selected og kostar 25.990 kr.

Okkur finnst þessi algerlega geggjaður. Svartur blazer með ákveðinn X-faktor! Weekday, 13.900 kr.
Leður blazer með axlapúðum og Balmain-ívafi fæst í Zara, Smáralind.
Líka til beinn og breiður. Zara, Smáralind.

Náttföt

Nú eru margir farnir að spyrja um náttföt og sloppa. Lindex og H&M eru alltaf góð hugmynd fyrir svoleiðis.

Ljósar kápur

Spurt var um ljósar kápur. Hér eru okkar uppáhalds.

Úrvalið af yfirhöfnum er mikið í Zara í Smáralind. Í haust koma slár sterkar inn og verða stórt trend.

Við hvetjum ykkur til að fylgja Smáralind á Instagram og senda spurningu á dagskrárliðinn Spurðu stílistann ef ykkur vantar aðstoð.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.