Við vitum að útsölurnar voru að byrja en verðum alltaf jafnspenntar þegar ný lína mætir í Zara. þessi undur-chic dragt kom með okkur heim í gær og við urðum bara að deila gleðinni enda líkleg til að seljast fljótt upp.

Jakkinn er úr þykku og veglegu efni, með axlapúðum og í þessu „oversize“-sniði sem er svo móðins. Þess vegna er nóg að taka sömu stærð og vanalega eða jafnvel stærðina fyrir neðan í þessum.

Buxurnar ná hátt upp á mittið og myndu njóta sín vel með ljósum toppi eða jafnvel ljósbláum eða ljósfjólubláum ef þú þorir út fyrir ramann!
Paraðu við:
Esprit, 8.495 kr. Zara, 3.595 kr. Kaupfélagið, 12.995 kr. Kaupfélagið, 12.995 kr.
Eða við mömmugallabuxur. Uppáhaldið okkar er stíllinn Taiki úr Monki.
Dragtarjakkinn væri geggjaður við þessar mömmugallabuxur og rokkaðan stuttermabol. Þú mátt þakka okkur seinna!
