Fara í efni

Þessi fór strax í innkaupakörfuna okkar

Tíska - 2. júlí 2020

Hlauptu áður en það er of seint!

Við vitum að útsölurnar voru að byrja en verðum alltaf jafnspenntar þegar ný lína mætir í Zara. þessi undur-chic dragt kom með okkur heim í gær og við urðum bara að deila gleðinni enda líkleg til að seljast fljótt upp.

Jakkinn er úr þykku og veglegu efni, með axlapúðum og í þessu „oversize“-sniði sem er svo móðins. Þess vegna er nóg að taka sömu stærð og vanalega eða jafnvel stærðina fyrir neðan í þessum.

Buxurnar ná hátt upp á mittið og myndu njóta sín vel með ljósum toppi eða jafnvel ljósbláum eða ljósfjólubláum ef þú þorir út fyrir ramann!

Paraðu við:

Eða við mömmugallabuxur. Uppáhaldið okkar er stíllinn Taiki úr Monki.

Dragtarjakkinn væri geggjaður við þessar mömmugallabuxur og rokkaðan stuttermabol. Þú mátt þakka okkur seinna!

Danska ofurfyrirsætan Freja Beha Erichsen töffaraleg í dragtinni góðu.

Meira úr tísku

Tíska

Sjóðheit sumarlína frá Sloggi með þægindin í fyrirrúmi

Tíska

„Möst“ í fataskápinn fyrir sumarfríið

Tíska

501 frá Levi´s á 20% afslætti

Tíska

4 stærstu sólgleraugnatrendin í sumar

Tíska

Sætustu sundfötin 2025

Tíska

Sumartrendin 2025

Tíska

Það verður bókstaflega ALLT í þessum lit í vor

Tíska

Svona kjólar verða út um allt á næstunni