Fara í efni

Við fáum ekki nóg af þessu næntístrendi

Tíska - 12. október 2020

Það er eitthvað við nostalgíuna sem fylgir tísku liðinna (og megum við segja einfaldari?) tíma. Við fáum ekki nóg af þessu næntístrendi.

Gwyneth Paltrow er ókrýnd stílstjarna tíunda áratugarins. Það leið varla sú vika sem hún klæddist ekki leðurblazer. Það verður einnig að teljast svolítið áhugavert að stíliseringin og restin af átfittinu á myndinni gæti alveg gengið í dag. Beinar gallabuxur, stuttermabolur, golla og strigaskór. Brad Pitt er líka fínasti „fylgihlutur“.

Við værum alveg til í að stela þessum átfittum, frá toppi til táar.

Annað leðurblazera-dress sem er orðið íkonískt. Stundum er minna einfaldlega meira. Og stundum værum við alveg til í að vera Cindy Crawford. (Úbbs, sögðum við þetta upphátt?)
Sjaldan fellur eplið…Cindy og Kaia í stíl. Búnar að ræna næntís-stílnum og nútímavæða örlítið.

Fleiri næntís-dæmi sem gætu alveg gengið í dag.

Effortless-chic hefur aldrei átt jafn vel við. Brúni leðurjakkinn hefur átt mikla endurkomu síðustu misserin.

Steldu stílnum

Smart að klæðast sama litartóni frá toppi til táar.
Kvenlegur, aðsniðinn blazer með fallegum hnöppum.
Svipuð útgáfa úr Zara, 12.995 kr.
Leðurjakkinn með nútímatvisti á götum Parísarborgar.
Fyrirsætan fagra, Bella Hadid, er mikill aðdáandi næntís-tískunnar og fer vel með stílinn.

Það er eitthvað við nostalgíuna sem fylgir tísku liðinna (og megum við segja einfaldari?) tíma.

Meira úr tísku

Tíska

Skrifstofugyðjan slær í gegn

Tíska

Bóhemtískan með endurkomu

Tíska

Fáðu innblástur fyrir vorið frá stílstjörnunum í Mílanó

Tíska

Flottir feður á fermingar­daginn

Tíska

Fermingar­tískan 2024

Tíska

Fermingarfötin í Galleri 17

Tíska

Erum við til í þetta trend aftur? Kíkjum á götutískuna í New York

Tíska

Hugmyndir að sparidressum fyrir fermingar­veisluna