Fara í efni

Við veðjum á þessi trend í haust

Tíska - 31. ágúst 2020

Tískublaðamaðurinn okkar fór í gegnum aragrúa tískusýninga og götutrenda til að kynna fyrir þér það allra heitasta í haust.

Leður hitt og leður þetta

Við munum sjá leður notað í allt mögulegt en buxur, pils og jakkar úr gervileðri verða áberandi. Einnig í öðrum litum en þessum klassíska brúna og svarta. Hér er gott dæmi þar sem bleikur og rauður er notaður saman.
Seventísstíllinn er ennþá sjóðheitur og chic.

Kasmír og ull í undirfötum

Eftir að Katie Holmes gerði allt vitlaust í kasmírpeysu og brjóstahaldaratopp í stíl frá tískuhúsinu Khaite hefur fjöldinn allur af tískuhúsum fylgt eftir og ódýrari keðjurnar komnar með sínar útgáfur. Nú má sjá óvænt efnisval líkt og ull og kasmír í flíkum eins og toppum og hlýrabolum.

Myndin af Katie Holmes sem startaði einu stærsta trendi síðari tíma. Sala á flíkum frá tískuhúsinu Khaite rauk upp úr öllu valdi.

Hógvær kynþokki

Aðsniðnir kjólar eiga enn á ný upp á tískupallborðið en oftar en ekki eru þeir úr þægilegu prjónaefni í haust, sem gerir þá kynþokkafulla á hógværan hátt.

Stígvélin eru stór

Stígvél í bókstaflega öllum stærðum og gerðum eru í gangi í haust. Upphá og krumpuð, klossuð, kúreka- og hermannastígvél og allt þar á milli.

Hér má sjá hvernig sterkir litir eru notaðir á skemmtilega nýstárlegan hátt við annars dempaða litapallettu.

Mittið í sviðsljósinu

Aðsniðnar kápur eru að koma aftur eftir örlitla pásu þar sem allt í yfirstærð hefur verið málið. Nú er vinsælt að nota sér belti yfir kápuna, sama í hvaða stærð hún er. Mittið er undirstrikað og fær sinn tíma í sviðsljósinu.

Klassísk ullarkápa er góð fjárfesting. Þessi er úr Zara og kostar 23.995 kr.

Gullkeðjur halda vinsældum sínum áfram út haustið og við munum sjá þær á töskum og skóm einnig. Perlufylgihlutir verða líka sérlega vinsælir eftir dágóða pásu úr sviðsljósinu.

Perlur og gullkeðjur

Guðdómlega fallegir perluskreyttir skór á tískuviku.

Kjólar fyrir djammdýrin

Þó litli, svarti kjóllinn verði alltaf klassík í fataskápnum þá munu mynstraðir og litsterkir kjólar verða heitir í haust. Hugsanlega eigum við eftir að klæða okkur örlítið meira upp þegar við gerum okkur dagamun þegar fátt er um fína drætti þessi misserin.

Pífur og kjólasnið í anda níunda áratugarins eru vissulega „statement“ út af fyrir sig. Zara, 8.495 kr.
Litli, svarti kjóllinn með slóða í anda tísku níunda áratugarins. Mynd:Zara.

Kögrið á endurkomu

Birgitta Haukdal hlýtur að vera sátt við að kögrið sé að koma aftur. Við sjáum hana fyrir okkur rokka þetta trend eins og henni einni er lagið.

Smart kögurjakki úr Zara, 8.495 kr.

Hvíta skyrtan í yfirstærð

Fjárfestum í klassískum og eigulegum flíkum og fylgihlutum fyrir haustið sem standast tímans tönn. Sjáumst í Smáralind!

Meira úr tísku

Tíska

20% afsláttur af heimsþekktum vörumerkjum á borð við Polo Ralph Lauren

Tíska

50 sætustu sparikjólarnir

Tíska

Flottasta golflína J. Lindeberg hingað til

Tíska

Þetta þurfa karlarnir að eiga í fataskápnum fyrir vorið

Tíska

Rándýr lúkk úr ZARA fyrir vorið

Tíska

Stílisti mælir með á afslætti á Kauphlaupi

Tíska

Hátískusólgleraugu á 25% afslætti

Tíska

Skrifstofu­gyðjan slær í gegn