Best á fínar línur og bauga

Augun eru gluggar sálarinnar sagði einhver. En augun eru einnig fyrsti staðurinn á andlitinu sem myndar fínar línur og dökkir baugar eiga það til að gera okkur lífið leitt. Við erum með ráð undir rifi hverju þegar kemur að þessum málum.

Best á fínar línur og bauga

Augun eru gluggar sálarinnar sagði einhver. En augun eru einnig fyrsti staðurinn á andlitinu sem myndar fínar línur og dökkir baugar eiga það til að gera okkur lífið leitt. Við erum með ráð undir rifi hverju þegar kemur að þessum málum.

Augnkrem er fyrir alla

Margir velta því líklega fyrir sér hvort augnkrem séu nauðsynleg og okkar svar er: heldur betur! Kollagenframleiðsla húðarinnar minnkar frá 25 ára aldri og það eru engir nærandi olíukirtlar í kringum augun þannig að húðin þar er extra þurr. Hún er einnig tíu sinnum þynnri en restin af húðinni á andlitinu og er teygð og toguð daginn út og inn þegar við tjáum okkur. Við blikkum augunum til dæmis um 15 sinnum á mínútu. Þess vegna myndast fínar línur fyrst í kringum augun. Augnkrem er því ekki síður mikilvæg en almenn andlitskrem. Augnkremið þarf ekki endilega að innihalda virk anti-aging efni, hugsið það frekar sem krem sem nærir viðkvæmt svæðið. Í fullkomnum húðheimi ættum við í raun að nota augnkrem frá átján ára aldri. Finndu krem í því formi sem þú fílar, hvort sem það er gelkennd, kremkennt, þykkt eða þunnt og notaðu bæði kvölds og morgna. Líttu í spegilinn og brostu og pírðu augun til þess að sjá hversu langt út og niður best er að bera kremið. Hér fyrir neðan finnurðu uppáhaldsaugnkremin okkar.

Þú þarft augnkrem þó þú farir í bótox

Sumir halda að þeir sem stunda bótox þurfi ekki að nota augnkrem. Bótox hindrar það að fólk noti andlitið til að tjá sig en það gerir ekkert fyrir gæði húðarinnar og ver ekki fyrir útfjólubláum geislum eða mengun. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir alla að nota augnkrem.

Steldu fegrunarráði frá Marilyn Monroe

Gamalt Hollywood-trikk sem Marilyn Monroe var þekkt fyrir að nota eru kaldar skeiðar eða ísmola á augun, því kuldinn er frábær fyrir húðina. Notaðu hreinlega kaldar skeiðar yfir augun í fimm sekúndur eða svo og þrýstu baki skeiðarinnar örlítið undir augun. Gott er að færa skeiðarnar til, frá útjaðri augnanna að augnkrók, til þess að losna við bjúg eða vökvauppsöfnun. Margar stjörnur hafa einnig mælt með því að dýfa andlitinu hreinlega í skál fulla af ísmolum en það er aldagömul og góð aðferð til að fríska andlitið við í hvelli.

Einnig getur verið sniðugt að nota bómullarskífur með Micellar-vatni eða jafnvel agúrkusafa og leggja yfir augun. Gott er að bleyta vel upp í þeim og geyma í ísskápnum áður en þeir eru notaðir. Svo er sniðugt að eiga gelkennda augnpúða inni í ísskáp sem hægt er að nota þegar mikið liggur við. Þegar við vöknum með þrútin augu getur ástæðan verið of mikil saltinntaka, (var sushi eða pizza í kvöldmatinn daginn áður?) of mikil kyrrseta getur einnig haft áhrif sem og skjaldkirtilsvandamál. Aukapúði í rúmið fyrir svefninn, til að lyfta höfðinu örlítið upp getur hjálpað.

Auðveld leið til að minnka dökka bauga

Þrýstið fingrunum á dökka skuggann í kringum augun og sleppið. Ef skugginn hverfur í nokkrar sekúndur bendir það til þess að hægt sé að vinna á þeim með hjálp mataræðis og með heilbrigðum lífsstíl. Ef dökki skugginn hverfur hinsvegar ekki eru líkur á því að þeir séu „meðfæddir“ eða gangi í erfðir og því erfiðari viðureignar. Húðin lítur út fyrir að vera „flöt“ eða líflaus þegar hún er þurr og því getur það hjálpað til að gefa henni raka til að minnka dökka bauga. Prófaðu að nota þykkt lag af augnkremi líkt og andlitsmaska og leyfðu því að vinna sig inn í húðina í tíu mínútur. Nuddaðu því svo inn eða notaðu aukakremið á milli augabrúnanna eða á línurnar í kringum varirnar. Einnig er gott ráð að blanda augnkreminu við hyljarann, það gefur augnumgjörðinni fallegt og frísklegt yfirbragð. Nuddaðu augnkremi alltaf í hring í kringum augun og alltaf í áttina og inn að augnkrók.

Uppáhalds augnkremin okkar

Powercell 24H Eye Care frá Helena Rubinstein gefur augnumgjörðinni perlukennda áferð og er með kælandi vendi.

Best á bauga

Hér eru þær vörur sem bestar eru til að litaleiðrétta og hylja bauga.

Under Eye Brightening Corrector frá Becca er ein allra vinsælasta sinnar tegundar en laxableiki liturinn leiðréttir dökka bauga vel. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Highlighting Concealer-penninn frá Sensai endurkastar ljósi, hylur vel og birtir augnsvæðið. Mikill plús að formúlan sest ekki í fínar línur. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Forever Skin Correct er geggjaður hyljari frá Dior. Hann hentar vel á allt andlitið og hylur einstaklega vel. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.