Ný útgáfa af varablýantinum Spice
Súpermódel tíunda áratugsins, Cindy Crawford, Linda Evangelista og Christy Turlington voru þekktar fyrir að nota Spice varablýantinn frá MAC til að láta varirnar líta út fyrir að vera stærri. MAC aðdáendur höfðu orð á því að nútímaútgáfan væri mun hlýrri tónn en sá upprunalegi en nú hefur Spice varablýanturinn verið endurlífgaður hjá MAC og heitir Cool Spice, mörgum förðunaraðdáendum til mikillar gleði.