Fara í efni

Heitast í hári 2025

Fegurð - 28. mars 2025

Við spólum nokkra áratugi aftur í tímann fyrir innblástur að heitasta hártrendinu þessa dagana.

Christy-effektinn

Það eru fáir sem komast með tærnar þar sem súpermódelið Christy Turlington er með hælana, enda löngum verið talin ein fallegasta kona heims. Snemma á tíunda áratugnum þegar millisítt hár var að trenda klippti hún hárið styttra og leyfði náttúrulegum krullunum í hárinu að njóta sín. Fjörutíu árum síðar erum við ennþá heillaðar af henni og ný kynslóð ofurfyrirsæta á borð við Taylor Hill taka af skarið, klippa hárið stutt og segjast aldrei hafa liðið betur í eigin skinni. Christy-klippingin er það heitasta í hári um þessar mundir.
Christy fyrir Calvin Klein á tíunda áratug síðustu aldar.
Christy á tískusýningarpallinum, nýklippt og falleg.
Andlitsdrættir hennar njóta sín vel með þessa klippingu, það verður að segjast eins og er.
Ofurfyrirsætan Taylor Hill klippti hárið á sér stutt eftir brúðkaup sitt og segist aldrei hafa liðið betur í eigin skinni.

Fyrirsætan Mathilda Gvarliani sem var valin módel ársins 2022 er þekkt fyrir samskonar klippingu og Christy sportaði á tíunda áratugnum.

Fyrirsætur baksviðs hjá Zimmermann haustið 2025.

Ein uppáhaldsstílstjarnan okkar þessa dagana sportar einmitt svipaðri klippingu og við elskum það!

Hér má sjá tvær sjóðaheitar af Instagram.

@taylorhill
@alissainthecity
@yesy
Color Wow-hárvörurnar sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum fást í H&M Smáralind.
Hagkaup, 6.499 kr.
Hagkaup, 2.599 kr.
Hagkaup, 2.689 kr.
Hagkaup, 5.995 kr.
Lyfja, 2.399 kr.

Meira úr fegurð

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain

Fegurð

Nýjar og spennandi lúxus brúnkuvörur

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024