Christy-effektinn
Það eru fáir sem komast með tærnar þar sem súpermódelið Christy Turlington er með hælana, enda löngum verið talin ein fallegasta kona heims. Snemma á tíunda áratugnum þegar millisítt hár var að trenda klippti hún hárið styttra og leyfði náttúrulegum krullunum í hárinu að njóta sín. Fjörutíu árum síðar erum við ennþá heillaðar af henni og ný kynslóð ofurfyrirsæta á borð við Taylor Hill taka af skarið, klippa hárið stutt og segjast aldrei hafa liðið betur í eigin skinni. Christy-klippingin er það heitasta í hári um þessar mundir.
Fyrirsætan Mathilda Gvarliani sem var valin módel ársins 2022 er þekkt fyrir samskonar klippingu og Christy sportaði á tíunda áratugnum.