Fara í efni

Bestu snyrtivörurnar á TAX FREE

Fegurð - 6. maí 2021

Hér eru allra bestu snyrtivörurnar af þeim bestu og góðu fréttirnar eru að þær eru á TAX FREE í Hagkaup í Smáralind.

Sól og sumar

Sumarilmur, sólarpúður, brúnkusprey…þið vitið, þetta nauðsynlega fyrir sumarið.

Bronze Goddess frá Estée Lauder minnir okkur á sólarströnd, sandala og sumar! Geggjaður sumarilmur.
TERRA di Gioia er nýr og ferskur ávaxta- og blómailmur úr smiðju Giorgio Armani. Þess virði að skoða!
Uppáhalds kynþokkafulli ilmurinn okkar er búinn að eignast systur! Libre Eau de Toilette er nýlentur í búðum. Libre dansar fullkomlega á línunni milli þess karl- og kvenlæga.

Brúnkukrem eru nauðsynjavara yfir sumartímann að okkar mati. Í uppáhaldi? Bronzing Water Face Mist frá St. Tropez til að nota á andlitið og nýja brúnkufroðan sem engin önnur en ofurfyrirsætan Ashley Graham prómóterar, Ultimate Glow Kit, sem kemur með silkimjúkum hanska til að nota á líkamann.

Ashley Graham að pósa fyrir Ultimate Glow Kit-ið frá St. Tropez.

Lituð dagkrem

Re-Boost frá my Clarins er gelkennt litað dagkrem sem kom okkur í opna skjöldu. Þvílíka snilldin, frískar mann við á núlleinni!

Léttur farði

Sólarpúður

Nú er tvöfaldur afsláttur af snyrtivörum frá Chanel, Tax Free afsláttur og 20% að auki.

Hyljari

Ljómandi

Við þreytumst ekki á að tala um highlighterana frá Becca. Shimmering Skin Perfector Liquid er kremaður, náttúrulegur highlighter sem er í uppáhaldi hjá okkur. Highlighterarnir frá Becca eru þeir mest seldu í Bandaríkjunum. Nú er Becca að leggja upp laupana og því hver að verða síðastur að fylla á birgðirnar. Smá öppdeit: kremuðu highlighterarnir frá Becca heita nú BECCAignite.

Shimmering Skin Perfector highlighterinn frá Becca er dásemd!
Ignite highlighterarnir koma nú í fimm mismunandi tónum, sem er hver öðrum fallegri.

Maskari

Superhero frá It Cosmetics gerir augnhárin svakalega þykk með engri fyrirhöfn. 38°maskarinn frá Sensai þykkir, lengir og heldur sveigju og fer ekki af nema með 38°vatni og helst því einstaklega vel á. Faux Cils frá YSL er klassískur maskari sem lætur augnhárin líta út fyrir að vera gervi!

Lengri augnhár

Við verðum að vera sammála viðskiptavinum Sephora í Bandaríkjunum. Grande Lash MD er mest selda augnháraserumið þar og ekki að ástæðulausu. Það virkar! Augnhárin verða lengri, þykkari og dekkri á nokkrum vikum þegar serumið er borið á einu sinni á dag upp við rót augnháranna.

Sumarneglur

Hér eru uppáhaldsnaglalökkin okkar!

Nailberry naglalökkin eru eitarefnalaus og einstök. Svo koma þau í endalausu úrvali af chic litum. Við elskum þau!

Nailberry eru nýkomin í Hagkaup, Smáralind.
Liturinn Fairy Taylor frá Essie er í uppáhaldi hjá okkur, hann er hinn fullkomni nude að okkar mati. Ef yfirlakkið úr sömu línu er notað endist naglalakkið í marga daga.

Augu

Augun eru gluggar sálarinnar, non?

Augnblýantarnir frá Gosh eru æðislegir. Þeir eru dúnmjúkir, haldast vel á og koma í sjúklega sumarlegum litum. Ekki skemmir verðið fyrir!
Stundum þurfum við bara einn góðan lit yfir allt augnlokið. Liturinn Cashmere frá Dior kemur stakur og hann er allt sem við þurfum dagsdaglega. Við hvetjum ykkur til að skoða litaúrvalið en formúlan frá Dior er í sérflokki.

Látum það endast!

Ef þú vilt láta förðunina endast út bjarta sumarnóttina. All Nighter Setting Spray frá Urban Decay!

Varir

Hér eru uppáhaldsformúlurnar okkar og litir.

Lancôme L’Absolu Rouge Intimatte-varalitur í litnum Very French.

Sjáumst í Hagkaup í Smáralind!

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum