Bestu snyrtivörurnar í sumar

Sólkysst og ljómandi húð, skotheld sólarvörn og ilmir sem minna á sumar, sandala og sólarströnd er eitthvað sem við erum sérfræðingar í. Hér eru þær snyrtivörur sem við mælum með í sumar!

Bestu snyrtivörurnar í sumar

Sólkysst og ljómandi húð, skotheld sólarvörn og ilmir sem minna á sumar, sandala og sólarströnd er eitthvað sem við erum sérfræðingar í. Hér eru þær snyrtivörur sem við mælum með í sumar!

Líklega mest óspennandi snyrtivaran í þessari grein en sú allra mikilvægasta! Þessi sólarvörn frá Shiseido slær öll vinsældarmet. Hún er ætluð fyrir andlit og líkama, er með sólarvörn spf 50 og vatnsheld í áttatíu mínútur. Við getum ekki beðið um mikið meira frá sólarvörninni okkar. Notist eftir venjulega húðrútínu og munið að nota sirka tveggja fingra magn til að ná að verja allt andlitið. Fæst í Hagkaup í Smáralind.

Lituð dagkrem og léttir farðar

Á sumrin leitum við gjarnan í lituð og létt dagkrem með sólarvörn og ljómandi farða. Hér eru okkar uppáhöld.

Gullfalleg og ljómandi sumarförðun baksviðs hjá Ports 1961. Mynd: IMAXtree.

DayWear frá Estée Lauder hefur verið í uppáhaldi hjá undirritaðri í áratug eða svo. Það er nánast eins og sumarfrí í túpu. Gefur léttan lit og ljóma og smá auka sólarvörn. Uppáhalds ferðafélaginn sem lyktar eins og fersk útisturta eftir strandarferð!

Touche Éclat All-In-One-Glow frá YSL er dásamlegur, gelkenndur sumarfarði sem sameinast húðinni einstaklega vel. Gefur létta miðlungsþekju og mikinn ljóma.
Einn mest seldi farðinn í Bandaríkjunum er nú loksins fáanlegur hér á landi! Ekki láta nafnið CC-krem blekkja ykkur því þessi túpa inniheldur farða sem er nánast fullþekjandi en gefur samt geggjaðan ljóma og húðin helst náttúruleg. CC-kremið frá IT Cosmetics inniheldur sólarvörn SPF 50 sem verður að teljast plús. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Kremaðar snyrtivörur eins og kinnalitir og sólar“púður“ er eitthvað sem við sækjumst sérstaklega í á sumrin enda fljótlegt og náttúrulegt á sama tíma. Notaðu stífan gervihárabursta eða fingurna til að nudda þeim í kringum andlitið og yfir nefið fyrir sólkysst útlit.

Sólkysst

Hér eru kremuðu snyrtivörurnar sem við mælum heilshugar með fyrir sólkysst og náttúrulegt útlit.

Augnförðun

Augnförðunin þarf að haldast á sínum stað langar sumarnætur.

Augnskuggapennar framkalla létt smokey á núlleinni og ef formúlan er rétt helst hún á augnlokunum fram á rauða nótt.

Ombre Hypnôse Stylo frá Lancôme eru augnskuggapennar sem koma í mörgum fallegum litatónum og við mælum heilshugar með! Fást í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Slide on, Glide on-eyelinerinn frá NYX er gelkenndur og helst alveg einstaklega vel á. Kemur í fjölmörgum litum og fæst í Hagkaup, Smáralind á fínu verði.

Til að koma í veg fyrir þvottabjarnarlúkk mælum við með vatnsheldum maskara.

Ef þú vilt náttúrulegar augabrúnir sem haldast á þrátt fyrir hita og svita þá er Brow Blade frá Urban Decay málið. Á öðrum endanum er „tússpenni“ sem framkallar raunverulegar hárstrokur. Á hinum endanum er hefbundinn augabrúnaskrúfblýantur. Formúlan er vatnsheld og skotheld.

Urban Decay-snyrtivörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.

Djúsí varir

Prófaðu létta formúlu í appelsínurauðum lit sem tónar svo vel við sólbrúna húðina.

Við elskum appelsínurauðar varir á sumrin! Mynd. IMAXtree.
Color Riche lituðu varasalvarnir frá L´Oréal Paris næra varirnar og gefa djúsí lit og glans. Fæst í Lyfju og Hagkaup, Smáralind.
Farðaspreyið Fix Plus með kókoshnetuilminum setur punktinn yfir i-ið og er gott að eiga í töskunni til að fríska sig við yfir daginn. Fæst í MAC, Smáralind.

Sumarilmir

Þessir eru eins og sól, sandalar og sólarvörn í ilmvatnsformi.

Aqua Allegoria Coconut Fizz frá Guerlain er eins og nafnið gefur til kynna sumarlegur kókoshnetuilmur. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Bronze Goddess frá Estée Lauder er hinn fullkomni sumarilmur sem minnir okkur alltaf á ströndina og sumarfrí.
Light Blue Forever er nýjasta útgáfa hins klassíska sumarilms frá Dolce & Gabbana sem við fáum ekki nóg af! Ítalska strandlengjan-hér komum við!

Gleðilegt sólkysst sumarfrí!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.