Fara í efni

Fegurðartrend haustsins 2021

Fegurð - 4. október 2021

Öfugur eyeliner, sápubrúnir og blár augnskuggi er meðal fegurðartrenda haustsins. Skoðum nánar!

Blush

TikTok-kynslóðin er ábyrg fyrir því að kremaður kinnalitur á risastórt kombakk! Kinnalitur getur frískað okkur við á núlleinni og þess vegna skiljum við alveg hæpið. Dúmpaðu honum inn í húðina með rökum förðunarsvampi eða fingrunum, á kinnbeinin og yfir nefið fyrir þetta frísklega útitekna lúkk sem er svo eftirsóknarvert.

HÉR ER mælir með

Litríkur og grafískur eyeliner

Unga kynslóðin hefur verið dugleg að leika sér með eyeliner í öllum litum og formum síðustu misseri. Spurning hvort kenna megi grímunotkun um þar sem augun hafa spilað aðalhlutverkið á andlitinu síðustu tvö árin?

HÉR ER mælir með

Náttúrulega ljómandi húð

Tími ýktra highlightera er liðinn en náttúrulega ljómandi húð fer aldrei úr tísku. Húðrútínan skiptir í þessu tilfelli því höfuðmáli og kremaðir highlighterar sem öskra minna er meira!

HÉR ER mælir með


Face And Body-farðinn frá MAC er einstaklega vatnskenndur farði sem er einn sá náttúrulegasti í bransanum. Auðvelt er að byggja hann upp, hann gefur fallegan ljóma og helst einstaklega vel á húðinni. Einnig er hann vatnsheldur. Synchro Skin Radiant Lifting-farðinn frá Shiseido er einn besti farði sem komið hefur á markað hin síðari ár, að okkar mati. Hylur frábærlega en gefur náttúrulegan ljóma eins og enginn sé morgundagurinn.

L.A Lights Lip & Cheek Color frá Smashbox gefur þennan ómótstæðilega ljóma sem við sækjumst öll eftir, líkt og við séum nýkomin úr spa-i. Hann er á helmingsafslætti í Lyfju í Smáralind og kostar 2.667 kr. Touche Eclat Glow Shot frá YSL er dásamlegur, kremaður highlighter sem kemur í þremur litatónum sem gefur Hollywood-ljóma á núlleinni. Fæst í Hagkaup í Smáralind. Notaðu highlighter niður nefið, efst á kinnbeinin og fyrir ofan efri vör.

Sápubrúnir

Sophia Lauren startaði sápubrúnatrendi fyrir nokkrum áratugum síðan sem nú tröllríður bjútíbransanum enn á ný. Auðvelt er að framkalla lúkkið með glærri sápu og augnháragreiðu en einnig hafa snyrtivöruframleiðendur keppst við að framleiða sérstakar snyrtivörur sem gera nokkurn veginn það sama.

Hér kennir Nic Chapman okkur Soap Brow-aðferðina.

HÉR ER mælir með

Einnig er hægt að gefa brúnunum lit og lyftingu með augabrúnageli. Lyfja, 1.952 kr.
Gott er að teikna einstök „hár“ með Shape & Shade frá MAC. MAC-verslunin er við hlið Hagkaups í Smáralind.

Múrsteinsrauðar varir

Brúnir tónar á vörum í anda tíunda áratugarins hafa verið vinsælir að undanförnu og í haust heldur sú tíska velli þar sem múrsteinsrauðar varir verða allsráðandi.

@ninapark.
Liturinn Marrakesh frá MAC er tilvalinn í þetta lúkk.

Lítill vængur

Eyeliner í míníútgáfu kemur sterkur inn og við kunnum vel að meta trend sem auðveldar okkur morgunverkin. Notaðu eyelinerblýant til að krota örlítinn væng á augnháralínuna og fullkomnaðu með skásettum bursta og hyljara.

Ofurfyrirsætan Amber Valetta fyrir Fendi Haute Couture haustið 2021. Mynd: IMAXtree.
Slide on, Glide on-eyelinerinn frá NYX er brilljant og fæst á góðu verði í Hagkaup í Smáralind.

Kaldtóna augnskuggar

Eftir margra ára hlýtónaæði hafa augnskuggapallettur með köldum litatónum fengið uppreist æru. Svokallaðir taupe-litatónar henta flestum og eru klæðilegri en silfur í mörgum tilfellum.

Naked Cyber-augnskuggapalletta frá Urban Decay. Urban Decay fæst í Hagkaup, Smáralind.

Allt í stíl

Svokallað monochromatic-lúkk er sjóðheitt en það þýðir einfaldlega að svipaður litatónn er notaður á augun, kinnar og varir.

HÉR ER mælir með

Blendable Lip & Cheek Color frá Smashbox, Lyfja, 5.333 kr. Gott er að nota þetta stifti á augu, varir og kinnar.

Öfugur eyeliner

Hér er annað TikTok-trend sem hefur einnig notið vinsælda á hausttískusýningum stærstu tískuhúsa heims á borð við Dior. The Reverse Cat Eye er eins og nafnið gefur til kynna öfugur eyeliner eða kattarlegur eyeliner sem notaður er á neðri augnháralínuna.

Eitís ívaf

Blár eyeliner og augnskuggi er að koma sterkur inn eins og sást á tískusýningarpallinum hjá Armani, meðal annars.

Nú er bara að taka fram penslana og leyfa hugmyndafluginu að taka völdin!

Meira úr fegurð

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!

Fegurð

Náttúrulegar gæðavörur sem eru í uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunum